Menntamál - 01.06.1940, Síða 15

Menntamál - 01.06.1940, Síða 15
MENNTAMÁL 13 Þess ber aS gæta, að þótt hér sé aðeins vísað til blaðsíðu- tals í viðkomandi bók, þá ná greinarnar, sem við er átt, e. t. v. ekki yfir nema nokkurn hluta þeirrar blaðsíðu, sem tölurnar vísa til, en oftast mun hægt að sjá, hvaða greinar er átt við. Reglur. Talningin var framkvæmd samkvæmt eftirtöldum regl- um: 1. Þegar tvær eða fleiri beygingarmyndir sama orðs voru samhljóða (þ. e. eins stafsettar), voru þær taldar sem ein orðmynd væri, en þegar ritháttur var frábrugðinn, var hver beygingarmynd talin sér. 2. Við hverja orðmynd var þess getið, hvaða orðflokki hún tilheyrði. Nokkrar undantekningar þó gerðar. 3. Orðmyndir, sem höfðu fleiri en eina merkingu, voru taldar sem ein orðmynd, ef þær heyrðu undir sama orðflokk, annars voru þær greindar sundur. 4. Töluorð voru talin sem væru þau rituð með bókstöfum. (Ártöl undanskilin). 5. Skammstafanir voru taldar sem ein orðmynd, þótt þær kæmu í stað fleiri orðmynda. Á sama hátt voru einnig taldar samtengingar og nokkur önnur föst orðasam- bönd. 6. Orðmyndir, sem tvenns konar ritháttur er á, voru taldar sem tvær orðmyndir (hef—hefi, kvöld—kveld o. s. frv.). 7. Fyrirsögn hverrar sjálfstæðrar greinar var talin með. 8. Til hægðarauka voru eiginnöfn og ártöl talin í einu lagi og lögð við heildartölu hvers flokks. Það létti vinnu, en hafði hins vegar enga hagnýta þýðingu aö fá vitneskju um tíðni þeirra. Til þess væru aðrar heim- ildir heppilegri. 9. Dagsetningu bréfa og undirskrift var sleppt.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.