Menntamál - 01.06.1940, Blaðsíða 18
16
MENNTAMÁL
Tölurnar í hvítu reitunum innan hvers hrings merkja
orð lesmáls. Hægra megin í sömu línum eru tölur, er sýna
fjölda einstakra orðmynda í tilsvarandi heild, en vinstra
megin hundraðstölur sömu heildar.
Endurtekning þessara 990 orðmynda er nokkuð misjöfn
í hinum ýmsu flokkum, þótt hvergi skakki miklu frá meðal-
tölunum, eins og taflan á bls. 17 sýnir.
Eins og sjá má, eru hundraðstölurnar alls staðar hæstar
í stílunum, og gefur það ótvírætt til kynna, að börnunum
sé tamast að grípa til þessara orðmynda, þegar þau gera
skriflega grein fyrir einhverju efni, og þótt undarlegt kunni
að virðast, þá má að miklu leyti segja hið sama um aðra
höfunda, sem greinar voru teknar eftir og rannsakaðar, þó
*) Við heildartölu einstakra orðmynda (13636) ber að bæta eigin-
nöfnum og ártölum, til þess að réttur samanburður fáist.