Menntamál - 01.06.1940, Page 22

Menntamál - 01.06.1940, Page 22
20 MENNTAMÁL fáar orðmyndir, sem mynda meginhluta lesmálsins, en aftur á móti verður meiri hluti einstakra orðmynda aðeins lítill hluti af lesmálinu. T. d. eru 990 algengustu orðmynd- irnar 75,69% alls lesefnisins,*) en aðeins 7,26% af tölu einstakra orðmynda. Hins vegar koma 60,48% þeirra fyrir í eitt skipti (8247 orðm.), en verða ekki nema 8,53% af les- málinu. Þetta sannar því það, að um íslenzkuna gildir hið sama og um aðrar menningartungur, að ritað mál (talmál senni- lega ekki síður) er samsett af fáum orðmyndum, sem oft eru endurteknar, og mörgum orðmyndum, sem sjaldan eða aldrel eru endurteknar. Bendir þetta enn til hins sama og áður, að hægt sé að vinsa þessar algengu orðmyndir úr með einfaldri talningu, en um hitt má vitanlega deila, hve um- fangsmikil slík talning þyrfti að vera, svo að sæmilega öruggar niðurstöður fengjust. Ef athugaðir eru einstakir flokkar, sýna þeir greinilega, að endurtekning algengustu orðmyndanna er því tíðari sem ritað er um almennara efni og framsetning er alþýð- legri (nær talmáli). Þarf ekki annað en bera saman stílana, bréfin og leskaflana við náttúrufræðina, söguna og landa- fræðina, til þess að ganga úr skugga um þetta. En við þann samanburð ber þó að hafa í huga, að það, hve börnin nota þessar orðmyndir mikið, stafar vafalaust að nokkru leyti af því, hve orðmyndaforöi þeirra er takmarkaður, og hið sama má ætla að geti átt við um bréfin. OrðfloJckar. Hverjar eru nú þessar orðmyndir, sem bæði ungum og gömlum er svo tamt að nota? Og eru þær úr öllum orð- flokkum? Um fyrra atriðið verður að vísa til orðalistans, en um hið síðara má í stuttu máli segja, að allir orðflokkar *) Sbr. bls. 17.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.