Menntamál - 01.06.1940, Page 26

Menntamál - 01.06.1940, Page 26
24 MENNTAMÁL lesmálinu, en allir til samans eru þeir um ’-'/io af allri taln- ingunni. Loks eru svo á orðalistanum nafnháttarmerkiS með tlðnina 2304, flestar myndir greinisins, tvær upphrópanir og 3 skammstafanir. Eins og ljóst er af því, sem á undan er ritað, þá hefur rúmlega % hlutum talningarinnar verið skipað i orðflokka (eiginnöfn þá talin með). Lauslegt yfirlit yfir þann hluta, sem eftir er, gefur til kynna, að þar sé nær eingöngu um nafnorð, sagnir og lýsingarorð að ræða, og þá vafalaust langmest af nafnorðum, enda er það eðlilegt og í fullu samræmi við það, sem áður er sagt um þann orðflokk, þar sem hann er samkvæmt eðli sínu og stöðu í málinu tví- mælalaust lang-fjölskrúðugasti orðflokkurinn. Til frekari skýringar er hér birt mynd, er sýnir hlut- fallið milli orðflokkanna innbyrðis annars vegar og heild- arinnar hins vegar ((Sjá mynd á næstu síðu). Það hefði óneitanlega verið fróðlegt og skemmtilegt að athuga ýmislegt fleira í þessu sambandi, t. d. notkun falla, hátta og viðskeytts greinis o. m. fl„ en til þess hefur ekki unnizt tími, enda heppilegra að geyma það, þar til fleiri hliðstæðar rannsóknir liggja fyrir hendi. Samanburður við erlendar rannsóknir. Að lokum skal hér gerður stuttur samanburður við þær tvær erlendar rannsóknir, sem bæði að stærð og efnisvali eru alveg hliðstæðar þessari rannsókn.*) Eru það rann- sóknir þeirra fil. lic. C. Hassler-Göransson og A. Noesgaard kennara, sem áður er getið: íslenzka Sænska Danska Orð lesmáls............... 100227 100000 101765 Tala einstakra orðmynda . . 13636 13692 ca. 13—14000’) *) Sjá einnig bls. 41. 1) Af dönsku talningunni verður ekki glöggt séð hve margar ein- stakar orðmyndir eru, en af öðrum samanburði má ráða, að þær muni vera um 13—14 þús., sennilega mitt á milli.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.