Menntamál - 01.06.1940, Qupperneq 53

Menntamál - 01.06.1940, Qupperneq 53
MENNTAMÁL 51 eldrafélög, sem birtist í Tímanum, 89. blaði, 3. ágúst f. á. Þar hvet ég kennara og aðra áhugamenn í uppeldismálum að stofna foreldrafélög er síðan myndi landsamband. Get ég þar um aðalstarf og viðfangsefni þessara félagssam- taka og geta þeir, sem vilja kynnast þessum tillögum, lesið þá grein. Þó vil ég benda á eitt til viðbótar, sem gæti orðið gagnlegur og áhrifaríkur þáttur í starfi félaganna. Það er að haldin séu námskeið í uppeldisfræðum og með- ferð barna. Námskeið þessi þyrfti að starfrækja á hent- ugum tíma og þar sem flestir gætu sótt þau. Uppeldis- fræðingar og læknar flyttu erindi, leiðbeindu og svöruðu fyrirspurnum. Ennfremur yrðu frjálsar umræður um upp- eldismál. Námskeið þessi ættu að vera styrkt af ríkinu, svo flestir gætu notið þeirra. Vilja ekki kennarar athuga möguleika á stofnun foreldrafélaga og koma þeim til framkvæmda, þar sem aðstæður leyfa? í áðurnefndri grein minni gat ég um útgáfu foreldra- blaðs, sem yrði starfrækt á vegum foreldrafélaga. Hannes J. Magnússon skrifar í jan.—júníhefti Menntamála s. 1. ár um sama efni og ætlast til að kennarastét.tin gefi ritið út. Ég er honum sammála, en finnst þó, að það ætti vel við að foreldrafélögin tækju þátt í útgáfu blaðsins. Það yki áhuga fyrir samtökunum og yrði ef til vill vinsælla. For- eldrunum fyndist það frekar sín eign. Slíkt ætti ekki að verða ágreiningsmál, þar sem náið samstarf á að vera meðal kennara og foreldra og flestir barnakennarar lands- ins yrðu sennilega i félagsskapnum. Með þessum samtök- um tel ég að náist mikill sigur fyrir kennarastéttina og þó meiri fyrir uppalendur. Kennarar kynntust meira foreldr- unum og gætu fylgzt betur með undirbúningsfræðslu og námi barnanna og uppeldisáhrifa þeirra gætti meira. Að því ber að keppa. Samvinna og samhugur milli kennara og foreldra er nauðsynlegt undirstöðuatriði í fræðslu og uppeldisstarfi þjóðarinnar. Árni M. Rögnvaldsson. 4*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.