Menntamál - 01.06.1940, Page 54

Menntamál - 01.06.1940, Page 54
52 MENNTAMÁL GUNNAR M. MAGNÚSS: Á víðavangi i. Sigurður Sigurðsson skáld. Nýlega hefur fallið í valinn íslenzkt ljóðskáld, merkilegt og gott. Það er Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. Hann lézt á síðastliðnu hausti, sextugur að aldri, og hafði verið þjóðkunnur um langt skeið. Það er ef til vill ofmælt, að Sigurður hafi verið stórskáld, en hann var góðskáld i beztu merkingu, og á hrifningarstundum orti hann fagurlega og vel, — stundum svo vel, að allir vildu kveðið hafa. Yrkis- efni hans voru sjaldan stórtæk eða stórbrotin, en þau voru honum hjartkær og engin uppgerð; þess vegna urðu þau innileg og heit. Sum ljóð hans eru dýrar perlur, sem aldrei mást, þótt langförulir vindar gnauði um þær um aldir. Ein slík perla er þessi ástarjátning til sólarinnar: Sól, stattu kyrr, þó að kalli þig sær til hvílu, — ég elska þig heitar, Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær, og eins hvort þú skín eða bæn minni neitar. Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær, — þótt þú fallir í djúpið, mitt hjarta til geislanna leitar. Sigurður frá Arnarholti mun hafa verið stórbrotinn í persónulegu lífi og sem borgari. Hann gerðist lyfsali í Vest- manneyjum og var allvel fjáður á tímabili, en fátæk- ur seinustu ár æfinnar og átti þá heima í Reykjavík. Hann lét opinber mál til sín taka og gerðist forgöngumaö'ur björgunarmála í Vestmannaeyjum. Hefur hann hlotið af því starfi maklega viðurkenningu. Sigurður var fæddur í Danmörku árið 1879. Ljóð sín gaf hann fyrst út í félagi við Jónas Guðlaugsson skáld: „Tví- stirnið" (1906). Síðar gaf hann út ,,Ljóð“, sem komu í

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.