Menntamál - 01.06.1940, Síða 55
MENNTAMÁL
53
3. útgáfu 1933. „Síðustu ljóð“ voru gefin út að honum látn-
um og sá próf. Sigurður Nordal um útgáfuna. Sigurður var
kvæntur Önnu Pálsdóttur, systur Árna Pálssonar prófess-
ors, en þau voru börn hins þjóðfræga kennimanns, séra
Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ.
II.
Ríkisútvarpið.
Margar og misjafnar raddir heyrast því nær daglega um
rekstur ríkisútvarpsins íslenzka, um dagskrá þess, stjórn
þess og fjárhag. Menn eru alloft harðir í dómum. Telja
margir, að útvarpið uppfylli ekki þær kröfur, sem réttmætt
sé að gera til slíkrar stofnunar. Fer venjulega svo, að
raddir hinna óánægðu og sifrunarsömu eru háværari en
hinna, er taka því með þökkum, sem gott er, en láta hitt
sigla sinn sjó út í gleymskunnar haf. Menn ráðast á ein-
staka liði dagskrárinnar, til dæmis tónlistarflutning eða
erindi, eða snúa ergi sinni gegn einstökum mönnum. Nú
er það staðreynd, að maður, sem færir sig í útásetningar-
skap, getur fundið agnúa á öllum hlutum milli himins og
jarðar og ergt sig óaflátanlega út af hverju misvindi sam-
tíðarinnar. Menn geta vanið sig á fordildarsaman útásetn-
ing og blekkt sjálfa sig, jafnvel mannskemmt, með því að
leita að hinu lélega, eða hinu versta, í hverjum hlut og
hverju fyrirbrigði lífsins. í allri heiðarlegri gagnrýni er
litið á tvö eða fleiri sjónarmið og þau dregin sem skýrast
fram í dagsljósið og getur gott leitt af slíku.
Mér þykir einsætt, að mestur hluti gagnrýninnar á út-
varpið starfi af áhuga fyrir útvarpsstarfseminni í heild
og sé viðurkenning á því, að útvarpið sé einhver áhrifa-
ríkasta og merkilegasta stofnun þjóðarinnar. Enda er það
svo. Sjómaðurinn úti á öldum hafsins, bóndinn í dala-
bænum og borgarbúinn fá í sömu andránni boðskap út-
varpsins. Þetta hefur þær afleiðingar, að mikill hluti þjóð-