Menntamál - 01.06.1940, Qupperneq 63
MENNTAMÁL
61
þjóöfélagi er voði fyrir dyrum. Tökum til dæmis Reykja-
vík. Hvað bíður þeirra 4000 skólaskyldra barna í höfuð-
staðnum, ef skólar falla niður? Ég býst ekki við, að fólk
almennt geri sér ljóst hvaða áhrif það gæti haft í áttina
verri. En vafalaust mundi hnignun á siöferði og menningu
fylgja slíkri ráðstöfun, þótt ekki þyki ástandið gott nú.
Þeirri sjálfsögðu kröfu verður því að beina til stjórnar-
valda landsins, að þau hlutist til um, að herinn víki úr
skólunum. Eftir dvöl hermannanna í skólunum þarf að
fara fram rækileg ræsting og sótthreinsun. Hvað sem
bíður þjóðarinnar á komandi tímum megum við aldrei falla
frá sjálfsögðum kröfum á sviði þessara menningarmála.
25. maí 1940.
Bókafregnir
Ljóð og 1 ög, 100 söngvar handa samkórum. Þórð-
ur Kristleifsson tók saman að tilhlutun héraðs-
skólakennara. Reykjavík 1939.
Þessi bók mun reynast ómetanleg þeim skólum, sem hún
er einkum ætluð. Blönduðum kórum mun hún einnig veita
öflugt brautargengi, en blandaöur kórsöngur virðist hafa
átt all-örðugt uppdráttar nú um skeið, og jafnvel orðið
aftur úr í þeirri tónlistarþróun, sem, hér hefir átt sér stað.
Hún mun því verða mörgum kærkomin.
Þórður Kristleifsson segir, að bókin sé handa samkórum.
Orðið samkór er nýtt og eftir að sjá hvort þaö festist í
málinu. Enda ekki gott að sjá hvað er á móti því, að segja
blandaður kór, eins og sagt hefir verið.
Útgáfan er smekkleg og vel vönduð. Raddsetningarnar