Menntamál - 01.06.1940, Page 66

Menntamál - 01.06.1940, Page 66
64 MENNTAMÁL Útgefandi birtir „Fanevagt" eftir Ole Olsen með text- anum „Rís þú, unga íslands merki“. Dálítið einkennilegt, þar sem a. m. k. 6 íslenzk tónskáld hafa spreitt sig á að semja lag við það kvæði. — Ekki kann ég vel við að hafa kvæði J. Hallgr. „Réttarvatn" við þýzka lagið „Untreue". En þetta eru smámunir. Bókin er prýðileg. Hún er útgef- anda til sóma og íslenzku sönglífi happafengur. Páll Halldórsson. Kennaraþinginu frestaö. Stjórn S. í. B. samþykkti á fundi 29. maí að fresta kennaraþinginu, sem boðað hafði verið í júnilok n. k., um óákveðinn tíma vegna styrj- aldarástands. Kjörnefnd S. í B. var falið að skipa þriggja manna nefnd utan kjörgengissvæðis stjórnarinnar til þess að telja atkvæði og úr- skurða um stjórnarkjör. Atkvæði til stjórnarkjörs skulu vera komin til kjörnefndar eigi síðar en 25. júní n. k. kosning fulltrúa til sambands- þings fer fram um allt land eftir sem áður samkvæmt þeim gögnum, sem út hafa verið send, og er áríðandi, að láta það hvergi undir höfuð leggjast. Leiöréttingar. í síðasta hefti Menntamála hafa misprentazt nokkrar tölur, sem teknar voru úr rannsókn Á. S. Rétt þykir að leiðrétta þær, sem mestum misskilningi geta valdið. Á bls. 191, 6. línu a. o. stóð: 10% í stað 20%, og í 7. línu a. o. 20% í stað 33%. Að öðru leyti vísast til greinar um rannsóknina í þessu hefti. Útgefandi: Samband íslenzkra barnakennara. Útgáfustjórn: Sigurður Thorlaeius, form., Guðjón Guðjónsson og Sigríður Magnúsdóttir, Ritstjóri: Sigurður Thorlacius, Austurbæjarskólanum. Afgreiðslu- og innheimtum.: Sigríður Magnúsdóttir, Þórsgötu 19. Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.