Menntamál - 01.08.1942, Page 19

Menntamál - 01.08.1942, Page 19
MENNTAMAL 9 loknum nokkrum reynslutíma í skólanum. Þeir einir, sem að dómi kennara skólans hafa á þeim tíma sýnt ótvíræða hæfileika til kennaranámsins, geta fengið að halda náminu áfram. Kennararéttindi. Þeir nemendur skólans, sem ekki hafa áður lokið kennaraprófi í Kennaraskólanum, eiga þess kost að stunda nám í íslenzku, heilsufræði, uppeldisfræði og skólasögu. Fái þeir staðist próf í þessum greinum svo og kennarapróf í verklegum greinum Handíðaskólans, öðlast þeir réttindi til að starfa sem sérkennarar í verklegum greinum í barnaskólum, enda séu þeir fullra 20 ára að aldri, þegar þeir ljúka kennaraprófinu. II. Kennaraskólinn. Handíðaskólinn heldur uppi kennslu í handíðum fyrir nemendur í öllum bekkjum Kennaraskólans. Nám þetta er valfrjálst og ókeypis. Þó skulu nemendur greiða áhalda- og verkfæragjöld til skólans samkvæmt reglum skólans. Skólastjóri Kennaraskólans ákveður nánar um tilhögun námsins. III. Kennsla fyrir starfandi barnakennara. Starfandi barnakennarar í Reykjavík og nágrenni eiga kost á að fá kennslu í nokkrum af námsgreinum kennara- deildarinnar, samkvæmt nánara samkomulagi. Kennsla þessi er 2 stundir í viku og er ókeypis. Kennaranámskeið verða haldin öðru hverju, að vori eöa sumarlagi, samkvæmt nánari ákvæðum fræðslumála- stjórnarinnar. .IV. Öryrkjadeild. í samvinnu við „Sjálfsbjörg, félag til styrktar lömuðum og fötluðum", heldur skólinn uppi verklegri kennslu fyrir lamaða og fatlaða unglinga. V. Myndlistardeild. Kennsla í teikningu og málaralist, 1. okt. til 30. apríl.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.