Menntamál - 01.08.1942, Side 41

Menntamál - 01.08.1942, Side 41
MENNTAMÁL 31 ISmiriailag’ §tarf§manna ríklis bæ|a Fyrir allmörgum árum kom til tals að stofna sameig- inlegt hagsmunafélag allra embættismanna og starfsmanna ríkisins. Af félagsstofnun varð þó eigi og lá hugmyndin niðri um hríð. Fyrir tveimur árum komst aftur hreyfing á málið, og í janúar 1941 var haldinn sameiginlegur fund- ur með fulltrúum frá ýmsum félögum opinberra starfs- manna, til þess að ræða um sambandsstofnun. Styrjöldin hafði þá geisað hálft annað ár, verðlag á vörum, inn- lendum sem erlendum, hækkað mjög í landinu, en kaup- gjald fastra starfsmanna hins vegar ekki hækkað í sam- ræmi við hina hraðvaxandi dýrtíð. Mun styrjaldarástand- ið og dýrtíðin þannig hafa átt veigamesta þáttinn í því, að ýmsar stéttir sameinuðust um félagsstofnun eða banda- lag, til þess að vinna að hagsmunamálum sínum. Á þess- um janúarfundi var bandalagið eiginlega stofnað, því að þá var kosið fulltrúaráð, er starfaði sem bráðabirgða- stjórn, þar til endanlega yrði gengið formlega frá stofn- uninni. Hóf fulltrúaráðið þegar störf og undirbjó nokk- ur nauðsynjamál, sem ekki þoldu bið. Tókst góð samvinna milli stétta þeirra, sem hlut áttu að máli, en í febrúar 1942 voru samþykkt lög fyrir félagið, sem þar með var formlega stofnað og hlaut nafnið: Bandalag starfsmanna ríkis og bœja. Þessi starfsmanna- og stéttafélög eru innan Bandalags- ins: Starfsmannafélag Siglufjarðar, Vestmannaeyja, Hafnar- fjarðar, Reykjavíkur, ríkisstofnana, Ríkisútvarpsins,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.