Menntamál - 01.08.1942, Síða 63

Menntamál - 01.08.1942, Síða 63
MENNTAMÁL 53 Sjálf fundarstjórnin hvílir á margra herðum, þar sem hver ber sinn hluta af ábyrgðinni, og enginn má bregðast. Þarna lærist að bókfæra tekjur og gjöld á mjög fullkom- inn hátt, þarna lærist að skrifa nákvæmar fundargerðir, þarna lærist að hlýða föstum fundarsköpum, greiða at- kvæði og telja atkvæði, kjósa sér starfsmenn og yfirleitt allt það, sem fyrir kemur í félagslífinu síðar á æfinni. Þá gefur fræðslu- og skemmtistarfið ótæmandi tæki- færi til þjálfunar og fágaðrar, óþvingaðrar framkomu. Þarna eru börnin vanin við að koma fram og flytja ýmis- legt til fræðslu og skemmtunar, og stundum frumsamið efni. Þau lesa upp kvæði og sögu, leika smáleiki og samtöl, sýna skrautsýningar, söngdansa og fimleikaæfingar, leika á hljóðfæri o. m. fl. Þetta undirbúa þau allt sjálf og bera ein ábyrgð á þessum þáttum. Þá eru stundum gefin út blöð, skrifuð eða fjölrituð, sem lesin eru upp á fundum. Stundum gangast börnin fyrir fjársöfnun til ýmissa menningarstarfa. Yfirleitt getur rúmast innan þessa fé- lagsramma hverskonar starfsemi, er til heilla horfir. Ýms- ar nefndir eru þarna jafnan starfandi, sem hver hefur sitt ákveðna verk að vinna. Loks má geta þess, að félagsskap- urinn er byggður á kristilegum grundvelli, og það út af fyrir sig veitir honum mikið upeldisgildi. Allt starfið stefn- ir í eina átt: Að hafa holl og þroskandi uppeldisáhrif á börnin. Ég hef oft heyrt deilt á kennarastéttina fyrir það, hve lítinn þátt hún taki í þessari starfsemi, en sú ádeila er ekki réttmæt, því að af þeim 52 aðalforstöðumönnum er barnastúkum stjórna, eru 25 skólastjórar eða kennarar, og auk þess sex kennarar, sem eru varagæzlumenn í barna- stúkum. En ég skal játa það, að helzt kysi ég, að starfsemi þessi væri að öllu leyti í höndum kennaranna, og þótt margir góðir menn utan kennarastéttarinnar vinni nú að þessu uppeldisstarfi, þá hafa þó kennararnir, fyrir margra hluta sakir betri aðstöðu til að gera starfið þrótt-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.