Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 63

Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 63
MENNTAMÁL 53 Sjálf fundarstjórnin hvílir á margra herðum, þar sem hver ber sinn hluta af ábyrgðinni, og enginn má bregðast. Þarna lærist að bókfæra tekjur og gjöld á mjög fullkom- inn hátt, þarna lærist að skrifa nákvæmar fundargerðir, þarna lærist að hlýða föstum fundarsköpum, greiða at- kvæði og telja atkvæði, kjósa sér starfsmenn og yfirleitt allt það, sem fyrir kemur í félagslífinu síðar á æfinni. Þá gefur fræðslu- og skemmtistarfið ótæmandi tæki- færi til þjálfunar og fágaðrar, óþvingaðrar framkomu. Þarna eru börnin vanin við að koma fram og flytja ýmis- legt til fræðslu og skemmtunar, og stundum frumsamið efni. Þau lesa upp kvæði og sögu, leika smáleiki og samtöl, sýna skrautsýningar, söngdansa og fimleikaæfingar, leika á hljóðfæri o. m. fl. Þetta undirbúa þau allt sjálf og bera ein ábyrgð á þessum þáttum. Þá eru stundum gefin út blöð, skrifuð eða fjölrituð, sem lesin eru upp á fundum. Stundum gangast börnin fyrir fjársöfnun til ýmissa menningarstarfa. Yfirleitt getur rúmast innan þessa fé- lagsramma hverskonar starfsemi, er til heilla horfir. Ýms- ar nefndir eru þarna jafnan starfandi, sem hver hefur sitt ákveðna verk að vinna. Loks má geta þess, að félagsskap- urinn er byggður á kristilegum grundvelli, og það út af fyrir sig veitir honum mikið upeldisgildi. Allt starfið stefn- ir í eina átt: Að hafa holl og þroskandi uppeldisáhrif á börnin. Ég hef oft heyrt deilt á kennarastéttina fyrir það, hve lítinn þátt hún taki í þessari starfsemi, en sú ádeila er ekki réttmæt, því að af þeim 52 aðalforstöðumönnum er barnastúkum stjórna, eru 25 skólastjórar eða kennarar, og auk þess sex kennarar, sem eru varagæzlumenn í barna- stúkum. En ég skal játa það, að helzt kysi ég, að starfsemi þessi væri að öllu leyti í höndum kennaranna, og þótt margir góðir menn utan kennarastéttarinnar vinni nú að þessu uppeldisstarfi, þá hafa þó kennararnir, fyrir margra hluta sakir betri aðstöðu til að gera starfið þrótt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.