Menntamál - 01.09.1945, Blaðsíða 8
118
MENNTAMÁL
þau leituðu sjálf að heimildum í bókum, — séð þau taka
einstaka þætti atvinnulífsins til gagngerðrar athugunar
eða skrifa sína eigin átthágafræði, myndskreyta íslands-
söguna, vinna að reikningslegum línuritum eða gefa út
fjölrituð bekkjablöð. Þeir kynntust því einnig, að þar var
litið á barnið sem félagsveru í frjálsu umhverfi. Þá fengu
hinir verðandi kennarar einnig kynningu af baráttunni
fyrir heilsusamlegum viðfangsefnum svo sem ljósböðum
barna og mjólkur- og lýsisgjöfum í skólunum. Frá þessum
árum gætir áhrifa Sigurðar á alla skólastarfsemi í landinu,
og urðu þeir nú æ fleiri, sem viðurkenndu, að vel hefði til
tekizt, er honum var fengin í hendur hin ábyrgðarmikla
staða.
Sigurður var hæglátur maður og háttprúður í fram-
komu. Að vísu var hann undir niðri ráðríkur og bjó yfir
metnaði. Og oft treysti hann sjálfum sér bezt og óskaði
eftir fylgi og stuðningi og mun óhætt að fullyrða, að hann
vann þá flestum betur og viturlegar. Hann var óbrigðull
vinur samstarfsmanna sinna, sýndi þeim trúnað og hlaut
í staðinn traust og vinsældir. Hann hugsaði vísindalega.
Þess vegna hófst ræða hans venjulega yfir næstu garða.
Að vísu fjarlægðist hann ekki smáatvik og hin síbreyti-
legu viðvik í umhverfinu. Öðru nær. Smáatvikin voru
gjarnan hans íhugun og rannsóknarefni, því að hið nýja
og mikla, sem hann sá í breyttum og betri heimi nýrra
þjóðfélagshátta, hlaut í hans augum að byggjast á þekk-
ingu og skilningi á hinum smágerðu viðvikum einstakling-
anna. Gáfur hans voru þannig, að meira bar á djúphyggni
en stundarskarpleika, enda var hann eigi alltaf svo við-
bragðsfljótur í hugsun sem ýmsir þanlausari samstarfs-
menn. Og gálauslega tók hann ekki á neinu máli, enda
var honum sýndur vaxandi trúnaður á mörgum sviðum.
Á síðustu missirum hóf Sigurður víðtæka rannsókn á