Menntamál - 01.09.1945, Síða 21

Menntamál - 01.09.1945, Síða 21
MENNTAMÁL 131 fyrir áhrifum, illum og góðum. Bernskuna og æskuna vantaði líka með öllu þá reynslu liðinna tíma, sem margir hinna eldri hafa þó haft nokkurn stuðning af og því ekki látið berast eins fyrir straumi tímans.“ „Hvernig finnst þér þessi áhrif lýsa sér?“ „Kæruleysi, ótrúmennska, sviksemi og vanmat allra verðmæta eru ávextir þessara áhrifa." „Þetta er næsta þungur dómur, Halldór," segi ég, „og væri vel, að þú gerðir nánari grein fyrir því, hvernig þetta hefur orðið.“ „Það er ekki nema sjálfsagt," svarar Halldór. „Ég held, að ástæðurnar séu þessar í stuttu máli: Islendingar voru ekki vanir að hafa of mikla atvinnu, fremur hinu, að verkefni hafi vantað, jafnvel fyrir vel- vinnandi fólk, bæði vegna skipulagsleysis, vöntunar á tækni og vannotkunar á gögnum og gæðum landsins. Og flestir hafa því orðið að hafa fulla gát á meðferð fengins fjár til þess að sjá sér og sínum farborða. Nú er það áreiðanlega einlæg ósk okkar allra, að störfin haldi áfram að vera næg og peningarnir að sama skapi. En í því sem öðru er þróun betri en bylting. En stríðið skapaði sannkallaða byltingu í atvinnulífi og efna- legri velmegun, enda hvort tveggja á óheilbrigðum grund- velli reist, þar sem hvorki skipulagning atvinnuvega né nokkur raunveruleg aukning á verðmætum eða notkun landsins gæða réðu þar nokkru um, heldur utanaðkom- andi áhrif þess ástands, sem óviðráðanlegt var af okkar hálfu. En staðreynd tel ég það, að hin óeðlilega eftirspurn vinnuafls og jafnframt hinn óeðlilegi peningastraumur hafi haft stórum lamandi áhrif á hinar fornu dygðir: trúmennsku í orðum og athöfnum og heilbrigt mat pen- inga og annarra verðmæta. Og sé það rétt, þá er það fyrst og fremst uppeldismál að rétta þann hlut á ný.“ „Þú heldur, að þetta sé almennt?“

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.