Menntamál - 01.09.1945, Page 23
MENNTAMÁL
133
ef til vill taldir af æskulýð landsins fylgjast illa með
breyttum tímum og það úrelt, sem við segjum, þá er samt
reynsla kynslóðanna furðu ólygin, og sagan og lífið allt
er og mun verða eilíf hringrás með undursamlega mikl-
um og merkum endurtekningum.“
„Þú hefur trú á nýsköpun?“
„Nýsköpun er einkunnarorð nútímans. Við, sem kenn-
arastéttina myndum, vonum áreiðanlega af heilum hug,
að nýsköpun lands okkar og þjóðar megi takast með
ágætum, tækni og skipulag hjálpa okkur áfram til jafnr-
ar og almennrar sívaxandi velmegunar. En við megum
aldrei missa sjónir á því bezta, sem var, né heldur trúna
á hina beztu, sígildu eiginleika frjálsborinna manna, ef
við eigum að vera þeirri köllun okkar vaxin að ala upp
nýja kynslóð, sem í anda, orði og athöfnum taki hinum
eldri fram.“
Minning Jóns Þórarinssonar
Við, sem ritum nöfn okkar undir bréf þetta og öll höf-
um stundað nám í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði,
höfum orðið sammála um, að ánægjulegt væri, að skólinn
eignaðist brjóstlíkan af Jóni Þórarinssyni, og væri það
gjöf frá nemendum skólans. Engum mundi ljúfara að
leggja sinn skerf til þessa en þeim, er sjálfir voru nem-
endur Jóns, því að allir munu þeir hafa borið einn og
sama hug til hans, og öllum mun þeim minning hans kær.
En einnig hinum, sem verið hafa í skólanum eftir að Jón
Þórarinsson fór þaðan, mundi að líkindum kært að minn-
ast stofnunarinnar á þennan hátt, svo órjúfanlega sem