Menntamál - 01.09.1945, Page 25

Menntamál - 01.09.1945, Page 25
MENNTAMÁL 135 Viktoría Guðmundsdóttir sextug Viktoría Guðmundsdóttir skólastjóri á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd er fædd á Gýgjarhóli í Biskupstung- um 3. júlí 1885. Hún fór í Flensborgarskólann og tók próf úr kennaradeild hans 1904. Starfaði hún síðan að barnakennslu í Biskups- tungum, Laugardal og Grímsnesi þangað til 1918, en þá fór hún í Kennara- skóla íslands og lauk prófi þaðan vorið eftir. Síðan kenndi hún einn vetur í Biskupstungum, og fór því næst til Svíþjóðar til þess að kynna sér barnakennslu þar í landi. Haustið 1921 varð hún kennari í Vatns- leysustrandarhreppi og hefur verið þar síðan. Viktoría hefur getið sér gott orð sem kennari. Hún hefur jafnan lagt alúð við starf sitt og reynzt lagin að ná góðum árangri af kennsl- unni.' Hún hefur gert sér far um að kynnast nemendum sínum og skilja ástæður þeirra og látið sér mjög annt um þá, einnig eftir að þeir hafa verið farnir úr skóla hennar. Viktoría átti sæti í stjórn Sambands íslenzkra barna- kennara í fjögur ár. Störf hennar þar komu að góðum notum, því að hún er bæði greind og athugul. Það er skaði, hve lítið liggur eftir Viktoríu í rituðu máli, því að hún hefur sýnt það, að henni lætur vel að fara með penna. Ó. Þ. K.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.