Menntamál - 01.09.1945, Page 33

Menntamál - 01.09.1945, Page 33
MENNTAMÁL 143 lega búast viS lengri afgreiðslutíma á hljóðfærapöntunum en tíðkaðist áður en styrjöldin skall yfir. Vöntun á orgelum (harmonium) er nú orðin mjög til- finnanleg hér á landi eins og eðlilegt er, þar sem engin slík hljóðfæri munu hafa verið flutt inn síðan í árslok 1941. Forráðamenn kirkna og skóla og fjölmargir einstakling- ar hafa þráfaldlega beint til mín fyrirspurnum varðandi orgel og beiðnum um útvegun á þeim við allra fyrsta tækifæri. Því miður hefur mér fram yfir síðastliðin ára- mót reynzt ókleift að gefa neinar vonir í þessum efnum. Öll styrjaldarárin hef ég haft viðvarandi bréfa- og skeyta- samband við þrjú áreiðanleg orgelfirmu, eitt í Svíþjóð, annað í Englandi og hið þriðja í Bandaríkjunum. Öll hafa þessi firmu talið ómögulegt að afgreiða orgelpantanir héð- an, ýmist vegna flutningserfiðleika, útflutningsbanns, efn- isskorts eða vegna algerðra starfa í þágu hergagnaiðnað- ar. En þegar leið á síðastliðinn janúarmánuð, virtust horf- ur vera orðnar vænlegri í þessum efnum í Englandi, og um miðjan marz tjáir Estey Organ Corporation í Banda- ríkjunum mér, að áður en langt um líði muni firmað geta afgreitt til mín nýja tegund smáorgela, sérstaklega hent- uga fyrir skóla og önnur ekki mjög rúmmikil húsakynni. Ég hef nú pantað allmörg þessara smáorgela, sem hafa 4 áttundir og tvöföld hljóð, og verða þau afgreidd frá verksmiðjunni í ágúst og september. Frá Imperal Organ & Piano Co. London verða að forfallalausu afgreidd til mín þó nokkur meðalstór kirkjuhljóðfæri, þau fyrstu í þessum mánuði. Nyström orgelsmiðjan sænska tjáir mér í ný- meðteknu símskeyti, að firmað geti nú afgreitt til mín meðalstór kirkjuorgel með 4—5 mánaða fyrirvara. i. júlí 1945. Elías Bjarnason, Laufásvegi 18, Reykjavík.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.