Menntamál - 01.09.1945, Qupperneq 36

Menntamál - 01.09.1945, Qupperneq 36
146 MENNTAMÁL eftir, að ríkið tæki þátt í stofnkostnaði skólabíla og að barnavina- félögum eða uppeldisfélögum yrði heimilað að kjósa tvo ntenn til viðbótar í skólanefndir. (Flm. Bjarni M. Jónsson). Lagt var til, að „haldin verði á sumri hverju námskeið fyrir barna- kennara", (flm. stjórn S.Í.B.), og að kennurum væri gefinn kostur á og gert kleift að „kynna sér skólastarfsemi liér á landi meðan kennsla stendur yfir“. (Flm. Vaidimar Össurarson). Fræðslumálastjórnin var beðin að sjá um, að „barnaskólum verði árlega sent prófverkefni fyrir öll prófskyld börn í lestri, stafsetn- ingu, málfræði og reikningi“. (Flutt af nefnd, sem Jón Sigurðsson skólastjóri var formaður í.) Ennfremur að árlega séu á boðstóium kennsiutæki fyrir barnaskóiana, og fræðslu- eða hreppsnefndum gert að skyidu að kaupa jtau. Er hér einkum átt við ýmsar myndasam- stæður (Series) miðaðar við íslenzka staðhætti". (Flm. Jóhann Schev- ing)- Kosin var nefnd til þess að „gera tillögur í samráði við fræðslu- málastjóra um það, á livern liátt bæta megi háttsemi barna og ungl- inga innan skóla og utan“: Böðvar Pétursson (tillögumaður), Jónas B. Jónsson og Helgi Tryggvason. Þinginu lauk með fjölmennu samsæti í Tjarnarcafé. Það sátu m. a. í boði stjórnar S.Í.B. Brynjólfur Bjarnason menntamálaráðherra og frú, Heigi Elíasson fræðslumálastjóri og frú, og Freysteinn Gunnars' son skólastjóri Kennaraskólans. Til skemmtunar var: 1) Samkór Reykjavíkur söng undir stjórn Jóhanns Tryggvasonar. 2) Kristján söngvari Kristjánsson söng einsöng. 3) Flaraldur Björnsson leikari las upp. 4) Fjöldi ræðna var fluttur og sungið á milli. 5) Dans. Sveinn Halldórsson stjórnaði samsætinu, en Friðrik Hjartar söngnum. Gunnar M. Magnúss minntist starfa Hallgríms Jónssonar, fyrr skólastjóra, fyrir íslcnzk uppeldismál og stéttarsamtök kennara, en Hallgrímur átti sjötugsafmæli þá eftir nokkra daga (24. júní). Sendi þingið lionum heilla- og þakkarskeyti, en áður Itafði hann verið kjiirinn heiðursfélagi S.Í.B. — Einnig minntist Gunnar eins af elztu kennurum landsins, Þorleifs Erlendssonar frá Jarðlangsstöðum, er staddur var á þinginu. Þorleifur cr nú kominn fast að sjötugu (f. 5. marz 1876), en barnakennslu byrjaði hann fyrir 50 árum. Hann hefur kennt jtrem kynslóðum, en svo er kennslualdur hans hár, að fræðilegir möguleikar eru til, að hann hefði kennt fjórum. Frá Eslcifirði. Einhvern tíma á síðastliðnu vori var í útvarpinu sagt frá skóla- slitum á Eskifirði og í því sambandi minnst á vinnubók, sem vakið hafði töluverða athygli á skólasýningu þar. Nú hafa Menntamál feng-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.