Menntamál - 01.09.1945, Síða 40
150
MENNTAMÁL
Blaðið Skutull
á ísafirði birti 26. maí s.l. ýtarlegt viðtal við Þórleif Bjarnason
námsstjóra um ástancl fræðslumálanna á Vesturlandi. Segir náms-
stjórinn meðal annars, að mjög Jrurfi að bæta húsakost skcilanna á
eftirlitssvæði hans, en það nær frá Öndverðarnesi til Gljúfurár í
Vestur-Húnavatnssýslu. Þannig Jmrfi að byggja ný hús í 8 Jrorpum
af 15. Farskólahúsin gömlu, sem allvíða voru reist eftir að fræðslu-
lögin frá 1907 gengu í gildi, eru úr sér gcngin og óviðunandi skóla-
húsnæði, þótt góð væru á sínum tíma. Farskólahéruðin eru last að
40, og telur námsstjórinn Jrað skólafyrirkomulag óhæft til frambúðar,
þótt hann segist hins vegar dást að, „hvaða árangri sumir farkenn-
ararnir ná í starfi sínu, þrátt fyrir hin bágbornustu skilyrði í flestu
tilliti". Kvað hann Jrurfa að byggja 15—16 heimavistarskóla i um-
dæminu, en 3 eru fyrir: í Reykjanesi, Arnesi og Asbyrgi í Ytri-
Torfustaðahreppi í Húnavatnssýslu. Von væri um 2 heimavistarskóla
á næstunni, í Mosvallahreppi og Rauðasandslireppi, og víðar væri
hafin fjársöfnun til væntanlegra heimavistarskólabygginga.
Heimili og skóli.
í 2. og 3. hefti Jtcssa árgangs eru meðal annars Jtessar greinar:
Anclinn, sem yljar (Hanties J. Magnússon), Leyfið börnunum að
koma til min, niðurlag (séra Benjamín Kristjánsson), Skóli fyrir for-
eldra og börn (Anna S. Snorradóttir Jtýddi), Höfum vér gengið til
góðs (Valdimar V. Snævarr), Sliólasöfn (Hannes J. Magnússon), Krist-
ján Sigurðsson kennari sextugur (Hannes J. Magnússon), Fermingar-
börn (séra Friðrik A. Friðriksson) og Viðtal við Snorra Sigfússoii
námsstjóra.
Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar
hefur sent Menntamálum skýrslu unt starfsemi sína árið 1944.
Hefur hún verið með svipuðu sniði og áður. 7404 gestir voru skráðir
í gestabók, og er það 1324 fleiri en árið áður. Peningar og munir
voru teknir til geymslu og sendingar, enn frentur bréfum komið á
pctst og simskeyti tekin til fyrirgreiðslu. Ur bókasafni heimilisins
(Jrað er um 800 bindi) voru 280 bindi lánuð í skip. ,,Allir bóka-
kassarnir komu með góðum skilum, og stundum komu fleiri bækur
aftur en út höfðu verið lánaðar". — Fjórir steypibaðklefar og einn
kerlaugarklefi voru teknir í notkun 25. júlí og mikið notaðir, bæði
af sjómönnum og landfólki, Siglfirðingum ekki síður en öðrum, ]>ví
að ekkert baðliús hafði verið í bænum áður.
Stúkan Framsókn starfrækir hcimilið með styrk úr bæjarsjóði