Menntamál - 01.12.1948, Page 20

Menntamál - 01.12.1948, Page 20
126 MENNTAMÁL að gera sér í hugarlund, við hvílíka eymd og ómenningu sum börn eiga að búa: sú saga, sem fólgin er í athugunum, sem gerðar voru í upphafi styrjaldarinnar, hefur að geyma svo ófagrar lýsingar, að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við að lesa þær. Mörg börn alast upp á heimilum, sem er bókstaflega ógerlegt að eiga nokkur sam- skipti við. Á böli fátæktarinnar, vanþekkingarinnar og sóðaskaparins verður ekki sigrazt fyrr en eftir langa og harða baráttu fyrir félagslegum umbótum. Varla mun til sá kennari, að hann kunni eigi að greina frá dæmum um það, að viðleitni hans í þessum efnum hefur átt beinni óvild að mæta af hálfu sumra heimila. En mörg- um börnum er skólinn kærkomið athvarf, þar sem þau fá notið þeirrar ástúðar, sem þau höfðu áður farið varhluta af, eða þeim er gefinn kostur á sjálfsaga, sem hirðulaust heimili hafði aldrei veitt þeim. 1 skólanum bjóðast barninu ný tækifæri, kennarinn gengur barninu í foreldra stað í raunsannri merkingu þeirra orða. Leikskólinn. 1 félagsskap lærist það bezt og eðlilegast að lúta nauð- synlegum reglum og neita sér um allt bráðlæti. Þessi félags- skapur þarf helzt að vera nokkuru fjölmennari en fjöl- skyldur eru að jafnaði nú á dögum. Meðan hjón eiga yfir- leitt ekki nema þrjú börn, er um það bil þriðja hvert barn í rauninni „einkabarn" á því skeiði bernskunnar, sem ýmsar undirstöðuvenjur eru að skapast. Ekki sízt af þessum sökum er þörfin í leikskólunum sprottin. Leik- skólunum er ekki ætlað að koma í stað heimilanna, það gætu þeir aldrei gert. Enn síður eru þeir stofnun, sem los- ar móður við ábyrgðina á uppeldi barns síns. Þeir eru öllu fremur uppbót á því, sem heimilin geta ekki veitt, einkum hæfilegum félagsskap. Barninu verður ekki kennt með fortölum að semja sig að þeim kröfum um hegðun, sem eru ávallt samfara samvistum við aðra. Það lærist

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.