Menntamál - 01.12.1948, Qupperneq 23

Menntamál - 01.12.1948, Qupperneq 23
MENNTAMÁL 129 anna og öllum þrengslunum heima hjá sér. Þeir, sem bezt hafa rannsakað þau mál, hafa ekki komizt að þeirri niðurstöðu, að afbrot unglinga megi beint rekja til áhrifa kvikmynda. Sú umkvörtun á sennilega að miklu leyti rætur að rekja til nöldrunarsemi. Vitaskuld er það ekki ólíklegt, að kvikmyndir geti ýtt undir hnupl í því skyni að seðja sælgætisfýsn. En það er allt annað mál. -------Það, sem máli skiptir, er, hvort kvikmyndirnar eru við barna hæfi eða ekki. Rannsóknir, sem á þessu hafa verið gerðar, leiða það í ljós, að á því virðist mikill mis- brestur, ekki vegna þess að sögurnar eru fjarri öllum veru- leika, svo er um margar góðar barnasögur, og ekki vegna þess að þær séu siðspillandi, venjan er sú, að dygðin ber þar sigur af hólmi í átökunum við mannvonzkuna, heldur er gallinn sá, að listrænt gildi þeirra er á svo hryllilega lágu stigi. Enn fremur eru atburðir og samtöl þannig úr garði gerð, að börn geta ekki fylgzt með þeim. Þeim leið- ast oft langir kaflar og taka að masa. Skólar og kvikmyndir. Til allrar hamingju er bæði kvikmyndafélögunum og kennslumálaráðuneytinu1) orðið þetta vel ljóst. Kvik- myndafélögin fást nú við að búa til myndir við barnahæfi, en það er allt of snemmt að dæma um, hvernig það tekst. Flestar þeirra, sem enn hafa birzt, hafa ekki gefið góða raun, þó eru þess dæmi. Kennslumálaráðuneytið lætur þetta mál einnig til sín taka og hefur nú með höndum gagn- gerðar athuganir á því. En skólarnir sjálfir geta miklu til leiðar komið í þessum efnum. Ýmsir skólar láta nú fram fara rannsóknir á því, hvernig þurfi að gera kvikmyndir úr garði til þess að þær henti börnum. Um það má deila, hvort kvikmyndir eru sérstakt listform eða ekki, en hitt er víst, að milljónir x) Þ. e. á Englancli.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.