Menntamál - 01.12.1948, Page 24

Menntamál - 01.12.1948, Page 24
130 MENNTAMÁL manna gleypa þær í sig án þess að geta gert sér hina minnstu grein fyrir gildi þeirra. Hér er verkefni að vinna. Börn geta verið býsna gagn- rýnin, ef þeim gefst kostur á því. Skólarnir geta beint þess- ari gagnrýni á réttar brautir og unnið með því merkilegt uppeldisstarf. Samvinna foreldra og kennara. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að stofna félög kennara og foreldra til að ræða sameiginleg vanda- mál. Þetta er í góðu skyni gert og mun jafnan hafa gefið góða raun. Að vísu hafa ýmis þessara félaga lognazt út af vegna lítillar fundarsóknar. Hins vegar lifa önnur góðu lífi, og sagt er, að foreldrarnir sæki fast á um, að fundir séu haldnir. Það er erfitt að gera sér grein fyrir, hversu víðtæk þessi starfsemi er. Fundanna er getið í fréttum blaðanna, og slíkar fréttir eru það tíðar, að hægt er að láta sér detta í hug, að þess konar félagsskapur sé mjög almennur. En rannsókn, sem á þessu var gerð nýlega í Eystri-Mið- löndum, leiddi það í ljós, að þar um slóðir starfaði hann ekki við þrjá skóla af hverju hundraði. Vitaskuld á sér æfinlega stað einhver samvinna milli heimila og skóla. Foreldrar ræða við skólastjóra til að mynda, þegar einhverjir árekstrar hafa orðið eða þeir þurfa að leita ráða um atvinnuval. Þá koma foreldrar í skólana á tyllidögum, t. d. skólasýningar og þess konar. — Ýmislegt er félagsskap foreldra og kennara fundið til for- áttu. Menn óttast, að hann verði fremur til þess að auka á illdeilur en draga úr þeim. Enn fremur er á það bent, að sumum börnum muni finnast, að viðhaft sé eitthvert bak- tjaldamakk gagnvart þeim með þessu móti og þau muni geta alið með sér þær hugmyndir, að þau séu beitt laun- ráðum. Ekki er óhugsanlegt, að þessar mótbárur geti haft við

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.