Menntamál - 01.12.1948, Síða 39

Menntamál - 01.12.1948, Síða 39
MENNTAMÁL Fimmtugur: Pálmi Jósefsson yfirkennari 145 Hann er fæddur á Finnastöðum í Sölvadal í Eyjafirði 17. nóv. 1898. Gagnfræðaprófi lauk hann á Akureyri 1917 og kennaraprófi 1923 með 1. ágætiseinkunn. Sama ár gerðist hann kennari við Miðbæjarskólann í Reykja- vík og hefur æ síðan verið starfsmaður þeirrar stofn- unar og yfirkennari henn- ar 1936—1938 og frá 1945. Framhaldsnám stundaði Pálmi við háskólann í Edinborg 1930—1931 og lagði þá stund á uppeldis- fræði og eðlisfræði. Kennslubækur hefur hann samið bæði í eðlisfræði og dýrafræði. Eru þær gefnar út af Ríkisútgáfu náms- bóka og hafa hlotið mikla viðurkenningu. íslenzkri kennarastétt hefur þótt gott að eiga mikið und- ir trúnaði Pálma. Hann hefur átt sæti í stjórn Sambands íslenzkra barnakennara óslitið frá 1934 og ævinlega ver- ið gjaldkeri. Hefur hann unnið það starf sem önnur af einstakri hirðusemi, og ótaldar eru þær vinnustundir, sem hann hefur unnið kennarasamtökunum án þess að ætlast Páhni Jósefsson.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.