Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 42

Menntamál - 01.12.1948, Blaðsíða 42
148 MENNTAMÁL Nörreport station. b. Sé eiginnafnið meira en tvö orð, skal fylgja þeirri aðalreglu að skrifa fyrsta og síðasta orðið með stórum staf t. d.: Det kongelige Teater, Gorm den Gamle. Að öðru leyti skal skrifa mikilvægustu orð- in með stórum staf án tillits til þess hvaða orð- flokki þau tilheyra t. d.: Kristelig Forening for Unge Mænd. Upphafsbókstafi í nöfnum skal alltaf skrifa með stórum bókstöfum t. d. KFUM. 3. Samsett orð með eiginnöfnum. Stóra upphafsstafi skal nota þegar áherzla er lögð á tengslin við nafnið t. d.: Versaillesfreden, Napoleons- krigene (en hins vegar en napoleonskage með litlum staf). Þó skal skrifa með litlum upphafsstöfum orð, sem eru leidd af eiginnöfnum t. d.: en dansker, marxisme. IV. Stóran upphafsstaf skal skrifa í ávarpsorðunum: I, Eder, Eders, De, Dem, Deres (hins vegar: du, dig, din, jer, jeres). Titla svo sem: Deres Majestæt, Hans Majestæt, Deres Kongelige Höjhed, skal skrifa með stórum upp- hafsstöfum. § 2. I staðinn fyrir aa skal skrifa á í dönskum orðum, en þó breytist ritháttur mannanafna ekki við þetta ákvæði. Erlend orð skal sem hingað til skrifa með aa: Saar. § 3.1 stað kunde, skulde og vilde skal skrifa kunne, skulle og ville.1) § 5 Allar lesbækur og aðrar kennslubækur, (að stíla- heftum undanskildum), sem lokið hefur verið við að prenta fyrir árslok 1948, með réttritun þeirri, sem hingað til hefur gilt, má nota framvegis sem hingað til. Prentað að beiðni jrieðslumálastjóra. •0f0«0f0f0f0»0»0*0*0*0*0* o*o*o*oéo*ö*o*oéo«o«o*o*o 1) § 4 er um gildistöku reglugerðarinnar í Danmörku.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.