Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL djúp staðfest milli tómstundastétta og vinnustétta, og fræðsla og uppeldi var aðeins ætlað hinum fyrr töldu. Öll erfiðisvinna og yfirleitt vinna, sem framkvæmd var með höndum, var talin vansæmandi, enda að mestu le.vti unnin af þrælum og þjónustuliði. Að læra slík verk var þrælaiðja, en frjálsar menntir (artes liberales) voru við hæfi frjálsborinna manna. Á þann hátt festi andúð og fyrirlitning á hvers konar störfum við iðnað rætur. Eftir því sem fræðigreinar kröfðust minni vinnu með höndum, þeim mun æðri þóttu þær t. d. heimspeki, guðfræði, stærð- fræði og rökfræði. Næst komu bókmenntir, málfræði og mælskulist. Fagrar listir, svo sem málaralist, höggmynda- list og húsagerð, voru miklu lægra settar að virðingu. Hljómlist var aftur sett skör hærra. Þessi viðhorf héldust óbreytt, löngu eftir að þær aðstæður, sem höfðu skapað þau, tóku að hverfa úr sögunni. Um langan aldur var læknisfræði í lágu gengi vegna þess, að þar þurfti svo mjög að grípa til handanna. Yfirleitt er því svo farið, að allar menntunar- og uppeldishugsjónir verða til og mót- ast á þeim tímum, þegar takmarkalaus yfirdrottnun tóm- stundastéttanna yfir vinnustéttunum þótti sjálfsögð. Andstaðan gegn náttúruvísindum átti ekki að litlu leyti rætur að rekja til þess, að þar þurftu menn að hand- fjalla rannsóknartæki og beita skynfærum. Jafnvel stærð- fræðingar hölluðust á sveif með málfræðingum og töldu náttúruvísindi til óæðri menningar. — Störf í bönkum og verzlunum höfðu minna líkamserfiði í för með sér en störf á heimilum, í verksmiðjum og á ökrum. Þess vegna voru bankastörfin talin æðri. Fyrsta skarðið í þennan hugmyndagarð var rofið með kröfunni um almenna barnafræðslu. Á 18. öld ruddi sú skoðun sér til rúms, að nokkur uppfræðsla væri hverjum manni nauðsynleg og hvert mannsbarn ætti rétt til henn- ar. Forráðastéttirnar litu þó fremur á barnafræðsluna sem íriðkaup við undirstéttirnar en alvarlega tilraun

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.