Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 45

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 45
MENNTAMÁL 39 misfellum í skapgerð kennarans og einkalífi. Skólaheim- ilið á Skorrastað í Norðfirði bar þess glöggt vitni, að þau Steinþór og Guðný reyndust þessum vanda vaxin. Þau sameinuðu, svo að af bar, heimili og skóla. En Steinþór var ekki heilsuhraustur. Sumarið 1951 var hann skorinn upp í Landakotsspítala. Hann starfaði við skóla sinn fram í marz. veturinn eftir, en þá bilaði heilsan enn. Hann lagðist í Landakotsspítala og andaðist þar 22. júlí 1952. Steinþór var greindur maður og gegn. Hann vann öll sín störf af sérstakri skyldurækni og vakti hvarvettna traust. Hann var í senn góður kennari og holl fyrirmynd nemenda sinna. Hann var farsæll maður. Eiríkur Stefánsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.