Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL 23 Barnaskólinn á Stokkseyri. Tekinn i notkun 1950. læst barn eigi auðveldara um nám í lesgreinum og skriftin geri þeim hægara um vik að læra stafsetningu. Ég spyr hann enn fremur um skólaþreytuna margumtöluðu. Hann kveðst verða hennar undarlega lítið var, nema þá helzt að vorinu, þegar vel viðraði. Þá dragi útivistin og við- fangsefni utan veggja skólans að sér hugi barnanna. Og sé það ekki nema gott og heilbrigt. Hann telur það illa farið, þegar það dregst langt fram á haust eða vetur, að skólar geti tekið til starfa vegna viðgerða á húsum eða annars undirbúnings. Afleiðingin verði sú, að skólahald sé teygt fram á vor miklu lengur en annars væri þörf, ef skólar hæfu starf á eðlilegum tíma. Deildaskipting. í stærstu skólunum fer deildaskipting eftir aldursflokk- um, og sums staðar er aldursflokki skipt í margar deildir. — í tví- eða þrímenningsskólum er barnaskólinn oftast

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.