Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 16
10
MENNTAMÁL
gjarnar, en hvað sem því líður, er það staðreynd, að fá störf
reyna meir á lipurð, skapstillingu og andlegt jafnvægi.
1 flesum löndum starfa nú svo nefndir skólasálfræðing-
ar. Aðalhlutverk þeirra er að reyna að hjálpa þeim börn-
um, sem eru á einhvern hátt afbrigðileg. Nær þessi hjálp
ekki einungis til námsins, heldur og til hegðunar, félags-
legrar aðlögunar og hvers konar örðugleika, sem barnið á
við að stríða. Markmið slíkrar leiðbeiningastarfsemi er
sem sagt ekki eingöngu það að bæta námsárangurinn,
heldur og að bæta andlega líðan barnsins og hegðun. Ekki
er að efa, að þessi aðstoð kemur oft að góðu gagni. En
skólasálfræðingar hafa ekki eingöngu það hlutverk að
hjálpa nemendum, heldur og að verða kennurum að liði
við alls konar vandamál, sem varða störf þeirra beint og
óbeint.
1 Evrópu hefur geðvernd kennara verið tiltölulega lítið
sinnt, það er aðallega í Bandaríkjunum, sem rannsóknir
hafa verið gerðar um þetta efni, fylgzt hefur verið með
geðheilsu kennara og reynt að ráða bót á henni, þar sem
henni er áfátt. Mjög gallaður kennari hefur ákaflega
óheppileg áhrif á þau börn, sem hann kennir og umgengst.
Þessir gallar eru ekki nærri alltaf í því fólgnir, að kennar-
inn sé illa að sér, svíkist um að kenna, skrópi mikið frá
kennslu eða sé jafnvel lélegur kennari í sjálfu sér, held-
ur eru skapgerðargallar miklu tíðari, svo sem vanstill-
ing og óheppileg framkoma gagnvart börnunum. Mikið
veltur hér á skólastjórunum, að þeir séu vel menntaðir
hæfileikamenn, sem leggja fyllstu alúð við starf sitt, þekkja
kennaralið sitt vel, og séu færir um að leiðbeina því. Ann-
ars eru skólastjórar vant við komnir að ýmsu leyti, því
að þeir eiga mjög óhægt um að koma af sér lélegum kenn-
urum, og oft er mikill hörgull á kennurum, og eru þá
stundum lítt hæfir kennarar kvaddir til starfs.
Bandaríkjamenn hafa um alllangt skeið gefið geð-
vernd kennara náinn gaum og gert fjölmargar athuganir