Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 39

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL 33 Átta háskólaborgarar ganga undir miðskólapróf. Á síðustu árum hafa rannsóknir á hæfileikum barna og unglinga farið mjög í vöxt, og er nú svo komið, að greindarmælingar eru orðnar algengar í skólum bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum að undanskildu Is- landi. í Danmörku eru skólasálfræðingar starfandi í hverj- um einasta bæ á landinu, og aðstoða þeir kennara í dag- legu starfi á ýmsan hátt. Greindarmælingarnar hafa átt sinn drjúga þátt í því, að skólamönnum hefur skilizt, að mikið af námsefni því, sem venja var að ætla öllum skóla- skyldum börnum, var alltof erfitt, þannig að telja mátti frágangssök fyrir þau tornæmustu að hafa nokkurt gagn af því. Menningarþjóðir eru nú sem óðast að taka af- leiðingunum af þessu og laga námsefnið eftir getu barn- anna. Er þá tornæmari börnum ætlað sérstakt námsefni við þeirra hæfi og þá lögð aðaláherzlan á lestur, skrift, reikning, söng og alls konar verklegt nám. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á nýliðum bæði í Bandaríkjunum og í Svíþjóð, sýna, að tveimur árum eftir að þeir ljúka skyldunámi sínu, eru rúmlega 80% þeirra búnir að gleyma svo að segja öllu, sem þeir áttu að kunna í bóklegum fræðum, þegar þeir fóru úr skóla. Af þessum rannsóknum vildu margir draga þær ályktanir, að þeir allra greindustu myndu muna skólanámsefni sitt nokkurn veginn ævilangt eða unz þeim færi að förlast sökum elli. Rannsókn, sem gerð var í Danmörku 20. júní 1948, virð- ist þó ekki staðfesta þessar ályktanir. Ákveðið var að láta allmikinn hóp háskólaborgara ganga undir miðskólapróf, en fái nemendur 14 á því prófi, geta þeir hafið nám í neðsta bekk menntaskóla án aukainntökuprófs. Þótt próf

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.