Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 11 um það efni, ef til vill má segja, að þeir hafi gert það af illri nauðsyn, því eftir því sem fram kemur af ritum um þetta, eru kjör og laun kennara þar ákaflega misjöfn og ósamræmd, sums staðar svo bágborin, að furðu gegnir. Hið sama gildir um afstöðu og kröfur almennings til þeirra. Þær eru sums staðar svo ósanngjarnar, að slíks munu ekki þekkjast dæmi hér á landi, sem betur fer. Bandaríkjamaðurinn Cook, sem hefur ritað mikla bók um félagsleg kjör kennara í landi sínu, lýsir þeim í meg- indráttum á þessa leið: Sums staðar eru gerðar sérstakar kröfur til klæðaburðar kennara, einkum kvenna. Þeir mega ekki berast of mikið á, kennslukonurnar helzt að líta út eins og fuglahræður. Þetta eru auðvitað leifar af þeim hugsunarhætti, þegar til kennarastarfs völdust nám- fúsir menn úr lágstéttunum og urðu kennarar á einka- heimilum eða í einkaskólum auðugra manna. I slíku um- hverfi er kennarinn alls ekki frjáls að því, hvernig hann eyðir tómstundum sínum. Hann má auðvitað ekki bragða áfengi, ekki reykja, ekki dansa a. m. k. ekki á opin- berum stöðum, ekki spila á spil, jafnvel ekki sækja leik- hús. Hann má ekki leita ásta stúlku á sama hátt og fólk flest, um það gilda miklu hátíðlegri og strangari reglur. Allar þessar kröfur eru vitanlega gerðar undir því yfir- skini, að kennarinn eigi að vera fyrirmynd og leiðtogi barnanna. Auk þess er til þess ætlazt, að hann sé kirkju- rækinn og taki að sér ýmiss konar störf í þágu safnaðar- ins, kenni t. d. ókeypis í sunnudagaskóla. Hann er jafnvel ekki frjáls að því, hvar og hvernig hann eyðir sumarleyfi sínu. Ofan á allt þetta bætist, að skólanefnd- irnar og almenningur eru því mjög mótfallin, að kennarar, einkum konur, gangi í hjónaband. Ef kennslukona giftist, á hún á hættu að henni sé sagt upp stöðunni. Á þetta sinn þátt í lélegum launakjörum þeirra, því að ókvæntur mað- ur getur lifað á lægri launum en kvæntur. Merkur ame- rískur sálfræðingur, Symonds, telur, að kröfur almenn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.