Menntamál - 01.03.1953, Síða 13

Menntamál - 01.03.1953, Síða 13
MENNTAMAL 7 ungis ytri siðfágun, kurteisi og góða mannasiði, heldur hefur hann og áhrif á skapgerðina, sem myndast innan frá, á siðferðisvilja barnsins, til góðs eða ills. Þar sem starf kennarans er svo mikilvægt, gerir það miklar kröfur til kunnáttu hans og hæfileika, en þó eink- um til mannkosta hans, háttvísi og lagni. Ég ætla hér ekki að reyna að draga upp mynd af kennara og uppalanda eins og hann ætti að vera. Við skulum láta okkur nægja þá hugsjón, sem hver okkar ber í brjósti um góðan kennara, þótt óljós kunni að vera, en líta frekar á kennarastarfið eins og það kemur okkur fyrir sjónir í veruleikanum. Starfið hefur frá sjónarmiði þess, sem vinnur það, bæði kosti og ókosti, sem önnur störf hafa ekki. Kennsla og uppeldisstarf í skólum eru ávalt tengd persónulegum mök- um kennarans við nemendurna, það er síbreytilegt og óend- anlega fjölbreytt, því að engir tveir nemendur eru eins að gáfnafari, skapferli og innræti, og engir tveir nemendur koma með sama reynslusjóð í skólann. Þeim hæfa því ekki sömu uppeldisaðferðir. Af þessu má ráða, að uppeldisstarf- ið krefst þess, að kennarinn sé lipur, skilningsríkur og skapstilltur. Hin nánu og tíðu persónulegu mök kennar- ans við hinn sundurleita og síbreytilega nemendahóp hans reyna vissulega meira á taugastyrk hans og skapstjórn en vel flest önnur störf. Það reynir bæði á líkamlega og andlega hreysti og þolgæði að kenna 5—6 stundir á dag börnum og unglingum, sem oft er erfitt að hafa sæmilegan aga á. Foreldrar, sem eiga þótt ekki sé nema 3—4 börn á ýmsu reki, munu vel geta sett sig í þeirra spor. Þennan vanda er aldrei hægt að nema á burt, en ýmiss konar ytri aðstæður auka á hann og torvelda kennaranum starfið. Ég nefni hér einungis sem dæmi: vont skólahúsnæði og ónóg og léleg kennslutæki.Engu þýðingarminni er afstaða almennings til kennarans og framkoma við hann. Stund- um er kennarinn hálfgerður utanveltubesefi, eins konar útlendingur, sem aldrei er tekinn til fulls inn í það sam-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.