Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 34
28 MENNTAMÁL Sitt af hverju tæi. Heilsugæzla er aðallega fólgin í læknisskoðun að haust- inu. Þó er hún miklu víðtækari í bæjunum. Þar annast sérstakir skólalæknar heilbrigðiseftirlit, enn fremur eru þar starfandi skólahjúkrunarkonur og skólatannlæknar. Ljósböð tíðkast einnig fyrir heilsuveil börn. Regluleg vandræðabörn telur námsstjórinn fremur fá. Öðru máli gegni um vangefin börn. Þeirra málum sé því miður lítið hægt að sinna, eins og nú háttar. Að lokum biður Bjarni námsstjóri mig að koma einni tillögu á framfæri. Hún er sú, að útvarpið geri tilraun til hjálpar börnum við heimanám t. d. með lestrarkennslu fyrir þau börn, sem engrar kennslu njóta í skólum innan 9 eða 10 ára aldurs. Þau börn telur hann mjög illa sett og mikið í sölurnar leggjandi til þess að rétta þeirra hag. Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.