Menntamál - 01.03.1953, Page 46

Menntamál - 01.03.1953, Page 46
40 MENNTAMÁL SEXTUGUR: Stefán Jónsson NÁMSSTJÓRI. í sama mund sem þetta hefti Menntamála var að verða búið til prentunar, vitnaðist það, að Stefán Jónsson námsstjóri væri sextugur orðinn. Mennta- mál vilja þó ekki láta hjá líða að senda honum kveðj- ur sínar og heillaóskir og flytja honum þakkir fyrir vel unnin störf í þágu fræðslumála landsins. Þau eru bæði mikil og margvís- leg. Og ekki er að sjá neinn bilbug á honum enn. Hann er ungur í anda og sindrandi af áhuga, léttur og kvikur í spori. Stefán er fæddur að Snorrastöðum í Iínappadalsssýlu, 10. marz 1893. Hann lauk kennaraprófi 1917. Skólastjóri var hann í Stykkishólmi nærri því tvo áratugi, en síðasta áratuginn hefur hann gegnt námsstjórastörfum, fyrst á Austurlandi, en síðan um Borgarfjörð, Mýrar, Snæ- fellsnes og Húnavatnsþing.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.