Menntamál - 01.03.1953, Qupperneq 35

Menntamál - 01.03.1953, Qupperneq 35
MENNTAMÁL 29 Unglingaskólarnir og framhaldsnámið. Fyrir nokkru barst bréf til unglingaskólanna frá fræðslumálastjóra, þess efnis að reynt yrði að búa nem- endur þeirra skóla betur undir framhaldsnám en raun hefur á orðið hingað til, frá því að fræðslulögin nýju voru sett. Mun þetta fáum, er til þekkja, koma á óvart. Reynslan hefur sýnt, eins og um getur í fyrrnefndu bréfi, að nemendur unglingaskólanna eiga fremur samstöðu með annarsbekkingum þeirra deilda mið- og gagnfræðaskóla, sem búa nemendur undir landspróf. Þetta er mjög í andstöðu við það, sem ætlazt er til í hin- um nýju fræðslulögum, þar sem unglingaskólabekkirnir eiga að samsvara tveim fyrstu bekkjum mið- og gagn- fræðaskólanna. Þessi reynsla hefur því orðið mörgum unglingaskólakennara áhyggjuefni, og er sýnt, að ekki má svo búið standa, ef vel á að fara. En hvar eru svo orsakirnar, og hvað er til úrbóta? Þessar fáu línur verða á engan hátt tæmandi í því efni, en ég mun drepa á helztu annmarkana, sem ég af eigin raun hef orðið var við í þessu efni. Fyrstu erfiðleikarnir, sem við rekum okkur á í hinum smærri kaupstöðum úti um landið, eru þeir, að nemendur unglingaskólanna í heild eru það fáir, að ekki er hægt að skipta þeim í deildir eftir getu og andlegum þroska, eða hinu, hvort þeir ætla að nema til landsprófs eða ekki. Hér verða því allir að sitja við sama borð, hæfir og óhæfir, og er þá öllum ljóst, að hin lakari halda til muna aftur af hinum betri. I 15—20 og allt að 30 nemenda bekk, eru e. t. v. aðeins 2 eða 3 nemendur, sem vilja búa sig undir framhaldsnám. Það er erfitt og með öllu ókleift að miða

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.