Menntamál - 01.03.1953, Síða 40

Menntamál - 01.03.1953, Síða 40
34 MENNTAMÁL þetta væri aðeins framkvæmt til „gamans“, rey’ndist mjög erfitt að fá háskólaborgara til þess að ganga undir það. Fjöldi þeirra afsakaði sig með því, að þeir hefðu ekki tíma til þess, en þó nokkrir viðurkenndu að þeir þyrðu ekki að taka þátt í slíku. Eftir langa mæðu tókst að ná í 8 þjóðkunna menn, sjö karla og eina konu. Karlmennirnir voru þessir: H. C. Branner rithöfundur, Jörgen S. Dich skrifstofustjóri, Peter Freuchen land- könnuður, Poul Henningsen arkitekt, Stig Juul prófessor, dr. jur., Erik Seidenfaden ritstjóri og Georg K. Stiirup yfirlæknir. Konan var Lis Groes cand. polit. Niðurstöður prófanna fara hér á eftir, og skal ég til skýringar fyrir þá, sem ekki eru vanir þessum einkunna- stiga geta þess, að við miðskólapróf eru allar einkunnir lægri en mg -h taldar mjög lélegar og allar einkunnir lægri en g eru beinar falleinkunnir. Hins vegar er ug og ug -f- ágætiseinkunn. Það sem einkum er athyglisvert við einkunnir þessar er, að þessir átta bráðgreindu menn eru búnir að gleyma öllu eða svo að segja öllu í sumum námsgreinum, en aðrar kunna þeir framúrskarandi vel. Frá því þeir tóku miðskólapróf voru liðin 20—35 ár, síðan höfðu þeir tekið háskólapróf og sumir höfðu með miklum glæsibrag bætt við sig doktorsgráðum síðar. En þrátt fyrir þennan mikla lærdóm og þrátt fyrir það, að þetta væru afburðamenn hver á sínu sviði, hefði eng- inn þeirra komizt inn í fyrsta bekk menntaskóla, nema Stig Juul hefði getað fengið að hefja menntaskólanám með undanþágu. Margt spaugilegt kom fyrir, meðan á prófi þessu stóð, enda voru ,,nemendurnir“ ekki eins feimnir við að láta sitt af hverju fjúka eins og þeir myndu hafa verið 20—35 árum áður. Poul Henningsen arkitekt, sem kom upp í görn- um mannsins, sagðist t. d. ekkert vita um þann skolla.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.