Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 49

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL 43 [>eir kennarar, sem hug liafa á að komast í þessa för, skulu senda umsóknir um það til fræðslumálaskrifstofunnar. lír þeim ráðið til að gera það lyrr en síðar. Enn fremur mun þar svarað fyrirspurn- um varðandi förina. Námsskeið í uppeldisfræðum við Háskóla íslands. Á komandi sumri efnir Háskóli íslands til námsskeiðs í uppeldis- fræðum. Námskeiðið hefst 1. júní og lýkur því með prófi í 1. viku júlímánaðar. Er það einkum ætlað þeim, sem luku kennaraprófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands án Jress að fullnægja ákvæð- um fræðslulaganna um uppeldisfræðiiega menntun (sbr. Liig um gagnfræðanám, nr. 48, 7. maí 1946, gr. 37 og Lög um menntaskóla, nr. 58, 7. maí 1946, gr. 15). Með prófvottorði frá námsskeiðinu öðlast þeir kennsluréttindi skv. ákvæðum laganna. Hið sama á við um kandidata frá erlendum liáskólum í hinum ýrnsu kennslugreinum. Einnig Jteim gefst kostur á að afla sér kennsluréttinda með Jrátttöku í námsskeiðinu. Auk Jiess stendur námskeiðið opið kennurum fram- haldsskólanna, Jaótt eigi séu kandidatar. Tilkynningar urn Jtátttöku Jntrfa að berast skrifstofu háskólans sem fyrst. Hún veitir einnig nánari upplýsingar um námsskeiðið, ef óskað er. (Frá Háskólanum). Skólahús fýlmr. Sá fágætlegi atburður gerðist 27. febr. s. 1. að skólahúsið í Hnífsdal fauk í ofviðri. í húsinu voru að starfi milli 30 og 40 börn auk skóla- stjóra, Kristjáns Jónssonar og eins kennara, Jónínu Jónsdóttur. Skóla- stjóri og 4—5 börn urðu fyrir það miklum meiðslum, að flytja varð Jrau í sjúkrahús. — Frá nánari atvikum hefur verið skýrt rækilega í blöðum og útvarpi, og verður Jrað ekki endurtekið hér, en Menntamál vilja volta öllum, sem lilut eiga að máli, samúð sína og láta þá von í ljós, að vel megi takast að bæta Jrað tjón, sem hamfarir náttúrunnar hafa unnið vaxandi kynslóð í Hnífsdal. Bókasafnsrit. „Bóhasajnsrit 1“ nefnist bók, er menntamálaráðuneytið liefur ný- lega gefið út. Höfundar eru bókaverðirnir Björn Sigfússon og Ólafur Hjartar. — Þetta er lyrsta bókin unt bókasöfnun og bókasöfn, sem gefin er út á íslenzku.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.