Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 33
MENNTAMAL 27 Heimavistarskólinn i Ásgarði í Kjós. Tekinn i notkun haustið 1949. Sérgreinar. Kennsla í sérgreinum er eitt mesta vandamál fámennu skólanna. Úr þessu hefur verið reynt að bæta á ýmsa vegu. Um skeið var höfð kennsla í handavinnu og matreiðslu í sambandi við sundkennsluna. Þá eru börn úr mörgum skólahverfum saman komin á einhverjum stað í námunda við sundlaug. Þetta var til mikilla bóta, en því miður varð að hætta því vegna tregðu á greiðslu. Að öðru leyti hafði þetta fyrirkomulag gefizt vel. Allmikið hefur verið rætt um að koma á fót umferðakennslu í þessum grein- um, og hún hefur verið reynd t. d. í íþróttum og söng. Ræktarsemi í garð skóla. Námsstjóri telur það eftirtektarvert, að eftir því sem skóli hafi starfað lengur í einhverju byggðarlagi, gæti meiri ræktarsemi í hans garð meðal íbúanna. Komi þetta fram í ýmsu. Menn séu fúsari að greiða götu skólans, hafi meiri hug á að sjá hag hans borgið, færi honum gjafir og láti sér yfirleitt annara um öll málefni hans.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.