Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 36
30 MENNTAMÁL kennsluna alfarið við þá, með því móti færi hún öll fyrir ofan garð og neðan og námið allt yrði fjöldanum gagns- laust og plága á mörgum. Það má e. t. v. segja, að skipt- ing unglingabekkja í skólum úti um land í verknáms- og bóknámsdeildir séu nokkur lausn á þessu vandamáli. En slíkt nær skammt. í flestum þeim skólum mun deildunum kennt sameiginlega í svo mörgum námsgreinum og unnt er. Veldur þar um óhjákvæmileg sparnaðarnauðsyn í fá- mennum skólum. Um sérkennslu í deildum er því vart að ræða, nema í tungumálum og reikningi. Þá er annað atriði mjög mikilsvert í þessu sambandi, en það er starfstími unglingaskólanna. Víðast hvar mun hann mánuði styttri í kaupstöðum úti um land en í hin- um stærri bæjum og héraðsskólunum. Að þessu leyti eru aðstæðurnar einnig lakari í unglingaskólunum, og á þetta drjúgan þátt í því að lengja bilið milli unglinga- og fram- haldsskólanna. Þá er og ótalið enn, það sem hefur átt einna drýgstan þátt í því að rugla samstöðu þessara skóla, en það eru námsbækurnar. Það er ótrúlega mikið ósamræmi milli skólanna um notkun þeirra. Unglingur, sem flyzt milli skóla, má gera ráð fyrir að mega taka upp nýjar náms- bækur í flestum greinum. Væru nú sömu námsbækur notaðar í öllum skólum, sem búa nem. undir landspróf, væri framkvæmanlegt fyrir unglingaskólana að taka þær til notkunar, en um slíkt er ekki að ræða. Nemendur, sem fara úr unglingaskóla úti á landi í Reykholtsskóla, fá aðrar námsbækur en þeir, sem fara í gagnfræðaskóla Akureyrar o. s. frv. í þessu liggur ein höfuðsynd okkar allra, sem með þessi mál förum, og verður að ráða bót á því sem fyrst. — Nemandi, sem kemur ókunnugur í skóla til nýrra kenn- ara, hefur til muna lakari aðstöðu en hinir nemendurnir, er setið hafa í skólanum áður. Þegar það svo bætist við, að námsbækurnar eru aðrar, margar hverjar, getur slíkt

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.