Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 18
12 MENNTAMÁL ingsálitsins til þess, að kennarar séu ókvæntir eða ógift- ir, auk ýmissa hamla, sem meina þeim að umgangast hitt kynið frjálst og eðlilega, eigi mikinn þátt í því að spilla geðheilsu þeirra. Auðvitað æskja ekki allir kennarar þess að giftast, en mikill meiri hluti þeirra gerir það þó eins og fólk í öðrum stéttum. Eftir ýmsum rannsóknum í Bandaríkjunum, sem náð hafa til fjölda margra kennara, má ætla, að þar í landi sé geðheilsu 5. hvers kennara svo áfátt, að hann þurfi á aðstoð að halda, og 7. hverjum kennara svo ábótavant, að hann þyrfti að vera undir hendi geðlæknis eða sálfræðings, þar sem hegðun þessara kennara og framkoma hefur óheppileg áhrif á börnin, sem eru í umsjá þeirra. Ekki er gott að gizka á, hvernig þessu er farið hér á landi, von- um að ástandið sé hér miklu betra. En samt er þetta vanda- mál áreiðanlega fyrir hendi í svo ríkum mæli, að það verð- skuldar, að því sé fullur gaumur gefinn. Sá þáttur aðbúðar kennarans, sem veit að geðvernd hans og geðheilsu, er áreiðanlega of mikilvægur til þess, að hann sé svo til algerlega vanræktur. Víst er, að ýmsir leggja fyrir sig kennslu, sem eru ekki alls kostar vel til hennar fallnir og myndi láta önnur störf betur. Og þótt aðrir séu hneigðir til kennslustarfa og fari þau í fyrstu vel úr hendi, getur geðheilsa þeirra spillzt síðar af ýms- um ástæðum. Sumir búa við erfitt heimilislíf, veikindi eða annað, og verður þetta heimilisböl þeim ofraun, þótt þeir séu annars vel starfi sínu vaxnir. Aðrir hafa fyrir þungu heimili að sjá, hafa sífelldar áhyggjur um afkomu sína, ofþjaka sér með vinnu, aukakennslu eða öðru, og getur ofþreyta þessi og áhyggjur lamað þá mjög og haít skaðsamleg áhrif á umgengni þeirra við börn. Og svo mætti lengi telja. Mörgum þessara manna mætti veita mikla aðstoð, bæði sálræna og félagslega, ef þessu máli væri gefinn sá gaumur, sem skyldi, af skólastjórum námstjórum og stjórn fræðslumálanna yfirleitt.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.