Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL velja sér verðugt lestrarefni og forðast það rusl og þann sora, sem berst unnvörpum yfir bókamarkaðinn. Ógerlegt er með öllu að ná því marki, meðan skólar leggja alla stund á formsatriði málsins í stað þess að beina huga nemendanna að viðfangsefnum, sem þeim skilst, að séu raunhæf. Að öðru leyti má segja, að það markmið, sem Dewey setur skólunum, sé að efla nemendur að sem víðtækust- um skilningi á lífi manna og þeirri ábyrgð, sem hvílir á hverjum einstaklingi að leggja sig fram eftir föngum til góðs fyrir samfélag sitt og raunar allt mannkyn. Þessu hyggur hann örugglegast náð með því, að sá vilji til heil- brigðra athafna, sem býr með hverjum manni, sé glædd- ur og honum gefin skilyrði til að njóta sín. í alfræðabók einni er sagt, að niðurstaðan af heimspeki Dewey sé sú, að hið eina eftirsóknarverða í lífinu sé auk- inn þroski. Minnir það skemmtilega á orð Stefáns G.: „Sæla reynast sönn á storð sú mun ein að gróa.“ Nú finnst ýmsum það, sem hér hefur sagt verið, engin nýlunda. Er það einungis sönnun þess, hve víða áhrif Dewey hafa borizt. Á. H.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.