Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL 31 riðið baggamuninn. Nemandinn getur misst kjark. Geri hann það ekki, verður hann að læra upp á eigin spýtur það, sem bekkjarsystkini hans eru búin að nema, og bæta þannig þeirri fyrirhöfn ofan á hitt námið. Hér hefur fátt eitt verið talið, og mun margur geta fleira til tínt, og er mér það ljóst, en þetta eru að mínum dómi veigamestur ástæðurnar til þess, að enn hefur ekki náðst sá árangur í unglingafræðslunni, sem krafizt er með nýju fræðslulögunum. En ég get ekki lokið við þessar línur án þess að minn- ast á það, sem er meginmergur þessa máls, en verður þó ekki rakið hér frekar, en það eru kröfurnar, sem gerðar eru til nemenda á unglingastiginu, fyrst og fremst. Þær eru úr hófi fram og andlegur þroski nemendanna svarar ekki til þeirra. Þó mun hér meira um að kenna kennslu- háttum í framhaldsskólunum og mislukkuðu landsprófi en gölluðum fræðslulögum. Það mun margur ágætur menntamaður þeirrar skoðunar, að hægt væri að ná betri og hagnýtari árangri fyrir nemendurna í framhalds- skólunum með minni ítroðslu og stagli en nú er gert. Það er enginn vafi á því, að ætti að miða kennsluna í bóknáms- deildum unglingaskólanna úti um land alfarið við lands- próf og þá kennslu, sem fram fer í framhaldsskólunum, mundu margir nemendurnir bíða tjón af. Fræðslulögin nýju gerðu eina þá stærstu byltingu til bóta, sem orðið hefur á íslandi á fræðslukerfi landsins, enda samin af ágætum skólamönnum, en reynslan mun sýna það langt fram í tímann, að ýmsu þarf að breyta og færa til hins betra. Öllum, sem við skólamál fást, ber að legg'ja sinn skerf þar fram og standa um þau vörð gegn þeim, sem vilja niður rífa. En snúi maður sér aftur að fyrra málefni, þá verður að spyrja: Hvað er svo hægt að gera til úrbóta? Með því að sniðganga þetta síðasta og mikilvægasta atriði, sem ég hef talið, þ. e. að börnin eru teygð um of eftir eplinu,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.