Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 44

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 44
38 MENNTAMÁL skólastjóri. Minningarorð. Steinþór Einarsson var fæddur að Djúpalæk á Langanesströnd 29. des. 1904 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann stundaði nám við alþýðuskólann á Eiðum veturna 1926—1927 og 1927—1928. Var hann síð- an farkennari heima í sveit sinni til 1933, en þá fór hann í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi vorið 1934. Þá um haustið varð hann kennari á Jökuldal, N.-Múl. og kenndi þar 4 vetur. Vorið 1937 kvænt- ist hann Guðnýju Björns- dóttur frá Hnefilsdal á Jökuldal, og fluttust þau búferlum að Djúpalæk vorið eftir. Bjuggu þau þar 8 ár. Árið 1945 hóf Steinþór að kenna á ný, fyrst á Þórshöfn og síðan á Langanesströnd. Haust- ið 1948 varð hann skólastjóri heimavistarbarnaskólans í Norðfirði. Þangað fluttust þau hjón með börn sín 3, eitt barn höfðu þau misst. Enginn skóli krefst jafn fjölþættra hæfileikamanna og heimavistarskóli. Enginn skóli er jafn viðkvæmur fyri1'

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.