Menntamál - 01.03.1953, Page 44

Menntamál - 01.03.1953, Page 44
38 MENNTAMÁL skólastjóri. Minningarorð. Steinþór Einarsson var fæddur að Djúpalæk á Langanesströnd 29. des. 1904 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann stundaði nám við alþýðuskólann á Eiðum veturna 1926—1927 og 1927—1928. Var hann síð- an farkennari heima í sveit sinni til 1933, en þá fór hann í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi vorið 1934. Þá um haustið varð hann kennari á Jökuldal, N.-Múl. og kenndi þar 4 vetur. Vorið 1937 kvænt- ist hann Guðnýju Björns- dóttur frá Hnefilsdal á Jökuldal, og fluttust þau búferlum að Djúpalæk vorið eftir. Bjuggu þau þar 8 ár. Árið 1945 hóf Steinþór að kenna á ný, fyrst á Þórshöfn og síðan á Langanesströnd. Haust- ið 1948 varð hann skólastjóri heimavistarbarnaskólans í Norðfirði. Þangað fluttust þau hjón með börn sín 3, eitt barn höfðu þau misst. Enginn skóli krefst jafn fjölþættra hæfileikamanna og heimavistarskóli. Enginn skóli er jafn viðkvæmur fyri1'

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.