Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 7

Menntamál - 01.12.1956, Page 7
MENNTAMÁL 133 ekki fyrir gýg unnin. Þetta er sannarlega einn mikilvæg- asti þátturinn í starfi þeirra, sem hefur jafnframt það markmið að gera foreldrana hæfa til að taka börnin til sín á ný. Frakkinn Paul Lelievre, forstöðumaður, flutti um þetta efni langt og ágætt erindi. Studdist hann þar við víðtækar rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Frakklandi á starf- semi uppeldisheimila. Önnur tvö veigamestu erindi þings- ins voru flutt af Þjóðverja og Hollendingi. Eitt mál, sem ekki var þá á dagskrá, skaut oft upp í um- ræðum, og það var um menntun kennara, sem vinna við stofnanir fyrir vangæf börn. Eftir ófriðinn þurfti að stofna heimili handa hundruðum þúsunda vanræktra og munaðarlausra barna og unglinga, og má nærri geta, að fólk með uppeldisfræðilega menntun hrökk skammt til að sinna þessum þörfum. Þannig komst inn í þetta starf f jöldi áhugamanna, sem hvorki hafði almennt kennarapróf né aðra uppeldisfræðimenntun. Sumir þessara manna hafa reynzt með afbrigðum vel, og var mér sagt, að sum þau hæli, sem bezt væru rekin í E'rakklandi, væri stjórnað af þeim. Óvenjulegar aðstæður kölluðu þessa menn til starfa. En skoðun flestra á þessu þingi virtist mér vera sú, að allt aðrar kröfur yrði að gera til uppalenda á heimilum fyrir vangæf börn en til venjulegra kennara. Á þessum heimilum er sjálft kennslustarfið ekki aðalatriðið, og al- mennt kennarapróf segir því lítið til um hæfni manns til að starfa á þessum heimilum. Persónuleiki, mannúð, leið- togahæfileiki, í einu orði mannkostir þessara manna er að- alatriðið. Engin örugg ráð eru til þess að velja menn í þetta starf, en bezt hefur gefizt, að þeir fái undirbúnings- menntun sína sem mest í starfinu sjálfu. Við það er svo tengt bóklegt nám. I Frakklandi er tveggja ára starf og nám látið duga, en síðar sérhæfa ýmsir sig, og fer þetta framhaldsnám stundum fram við háskóla. Ekki er í Frakk- landi krafizt almenns kennaraprófs af mönnum þeim, sem

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.