Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 18

Menntamál - 01.12.1956, Page 18
144 MENNTAMAL víðtækt. Þó held ég, að mér sé óhætt að fullyrða, að flestir hinna yngri núlifandi sálfræðinga séu sammála um að láta það einungis ná yfir lækningu á geðrænum truflunum, sem er að miklu leyti byggð á fræðilegum niðurstöðum Sigmundar Freuds og fylgismanna hans. Með því er að vísu lítið sagt, því að kenningar Freuds gefa svigrúm til margs konar tækni og margvíslegra sjónarmiða. Þær eru ef til vill lítið meira en grófgerð uppistaða, sem margt má vefa í. Sú uppistaða er að vísu ómetanlegur styrkur.-------- Hvað sem þessum vangaveltum líður, er þó eitt víst, að fyrir um það bil 30 árum voru sállækningastöðvar (eða geðverndarstöðvar) næsta fáar. Síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Nú er vart til sú menningarþjóð, sem telur sig hafa efni á að vera án þeirra. Og allar styðjast þær meira eða minna við rannsóknir og kenningar hins um- deilda byltingarmanns Sigmundar Freuds. Þó hafa Islendingar orðið hér eftirbátar annarra þjóða, hvernig sem á því stendur. Getur það í fljótu bragði virzt allundarlegt. Okkur verður nefnilega varla borið á brýn, að við höfum ekki reynt að fylgjast með vísindum og þjóðþrifamálum hjá nágrönnum okkar eftir föngum. Það er ennfremur almannarómur, að við leggjum mikla rækt við einstaklinginn og séum barngóðir. Ekki getum við heldur stært okkur af því, að uppeldismálin séu í stakasta lagi hjá okkur, sem varla er vonlegt. Heimsstyrjöldin síð- ari og árin, sem á eftir henni komu, hafa rifið marga fs- lendinga upp frá rótum og varpað þeim beint út í hring- iðu þjóðfélagslegs óskapnaðar. Hafi íslenzkir foreldrar nokkurn tima átt erfitt með að vaka yfir andlegri velferð barna sinna, hefur það verið nú á hinum síðustu 10—15 árum. Við höfum þurft og þurfum marga barnasálfræð- inga, sérstaklega í sállækningum, sem geta veitt foreldr- um aðkallandi hjálp. Ég get ekki fallizt á þá skoðun, að skýringin á seina- ganginum í þessum efnum sé fólgin í sinnuleysi íslend-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.