Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 24

Menntamál - 01.12.1956, Page 24
150 MENNTAMÁL leyti út úr fasi foreldrisins og miðað framkomu sína við þær. Hann verður að reyna að gera foreldrinu samtalið eins auðvelt og tök eru á. Foreldrið þarf að finna, að það sé velkomið og að ætlazt sé til, að það tali um það, sem því liggur á hjarta. Virðist þetta stangast nokkuð á við ætlun sálfræðingsins að nota tímann til að fá upplýsingar um ákveðin mál. En um það er ekki annað að segja en það, að mikið af list hinnar sálfræðilegu viðræðu er einmitt fólg- ið í því að sameina þessi tvö ólíku markmið. Mér virðist sem langur spurningalisti kunni að vera þar nokkur Þránd- ur í Götu. Þegar rannsókninni á barninu og viðtalinu við foreldr- ið er lokið, taka sálfræðingarnir að bera saman bækur sínar. Þeir hafa nú í höndunum mörg og mikilvæg gögn um barnið og heimili þess. Því fer raunar fjarri, að allar þær upplýsingar, sem foreldrarnir gefa, séu réttar, og ekki er heldur nauðsynlegt að gera þá kröfu til þeirra. Allt, sem foreldrið segir (og ekki síður það, sem það gleymir) ber vott um hug þess til barnsins, anda þann, sem ríkir á heimilinu og bregður yfir höfuð upp svipmynd af því umhverfi, sem barnið lifir í og hefur að nokkru, ef ekki öllu leyti, valdið erfiðleikum þess. Samanburður á foreldraviðtalinu og rannsókninni á barninu þjónar tvennum tilgangi: 1) Gefa fræðilega skýringu á eðli og orsökum vand- kvæða barnsins. 2) Ráða í líkur fyrir því, að sállækning beri árangur. Auk þess fær sálfræðingurinn innsýn í, hvernig bezt muni að haga lækningunni, hvernig hann þurfi að laga starfs- tækni sína að þörfum barnsins o. s. frv. Freistandi er að spyrja: Hvers konar börn eða hvers konar andlegar truflanir er unnt að lækna með sállækn- ingu ? Hvaða andlegar veilur getur hún ekki læknað ? Þessum spurningum er afar erfitt að svara, og í rauninni er aldrei hægt að gefa tæmandi svar. Þegar rannsókn er

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.