Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 25

Menntamál - 01.12.1956, Side 25
MENNTAMÁL 151 lokið, er aðeins hægt að tala um líkur. Reyndar er hægt að segja: Meðfædda fávizku og aðrar sálrænar truflanir, sem eiga rætur að rekja til líkamlegra skemmda, er ekki unnt að lækna með þeim aðferðum, sem hér greinir frá. En þá er líka upptalið það sem hægt er að fullyrða. Geðrænar truflanir barns eru ekki einangrað fyrirbæri, sem hægt er að lækna á sama hátt og skorið er í fingur eða gert að skinnsprettu. Sjúkdómur barnsins er svar við áhrifum uppeldisins. Hvernig bregðast uppalendurnir við lækn- ingunni? Vilja þeir, að barnið breytist? Eða er vilji þeirra aðeins á yfirborðinu? Er sjúkdómur barnsins ef til vill afleiðing ómeðvitaðra kennda og óska í sál foreldranna, annars þeirra eða beggja. Ef svo er, — og svo er reyndar mjög oft, þegar að er gáð, — er árangur lækningarinnar mjög undir því kominn, hvort hægt er að komast fyrir þessar óskir og kenndir 1 brjóstum foreldranna og evða þeim. Séu kenndir þær, sem veita lækningunni mótspyrnu mjög sterkar og þrálátar, getur svo farið, einkum hjá yngri börnum, að ekki sé talið ráðlegt að hefja lækningatilraun- ir, eða þá að lækningin misheppnast. Frh.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.