Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 27

Menntamál - 01.12.1956, Side 27
menntamál 153 Sá fyrsti var að vekja áhuga nemendanna á starfssviðinu í heild. Annar: Að velja verkefni. Þriðji: Hið frjálsa starf. Fjórði: Frásögn, — stutt erindi, — og að því loknu spurningar, svör, rökræður og ritun nokkurra aðalatriða. Fimmti: Próf. Ég mun hafa getið þess lauslega, að ýmsir eru efins um, að nemendur nái góðum árangri í prófi, þar sem hver og einn beitir sér fyrst og fremst að einu, tiltölulega litlu atriði í miklu námsefni. Reynslan sýnir þó, að langflestir nemend- ur tileinka sér staðgóða þekkingu á öllu námsefninu. Með- vitundin um þá ábyrgð, sem þessi starfsaðferð skapar hjá nemendunum, knýr þá til að leggja sig fram. — Og af því að það er gert af innri áhuga og gleði, fer ekki margt fram hjá þeim, sem meðalgreind hafa, hvað þá meira. Þessi fimm atriði eru þungamiðja aðferðarinnar. Sjötta atriðið er ritgerð, sem nemendur semja um það, hvernig þeir unnu að verkefnum sínum. Felur hún oft í sér ýmiss konar fróðleik og upplýsingar. Það liggur í hlutarins eðli, að ritgerðin er samin, þegar öllu öðru, varðandi starfs- sviðið, er lokið. Kennarinn skrifaði á töfluna nokkur atriði til þess að styðja nemendur við samningu ritgerðarinnar. Þau voru í aðalatriðum þessi: 1. Gerðum áætlun um, hvernig við ætluðum að vinna verkið og kennarinn talaði um það. 2. Fengum að velja verkefni og vinna frjálst og sjálfstætt að þeim. 3. Unnum í flokkum. Hver var félagi þinn? 4. Hvernig ég safnaði heimildum og myndum. 5. Var verkefnið erfitt? — Létt? 6. Hjálpaði ég einhverjum? 7. Hvernig ég undirbjó mig. 8. Hvernig ég og minn flokkur sagði frá.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.