Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 28

Menntamál - 01.12.1956, Side 28
154 MENNTAMÁL 9. Hvernig hinir flokkarnir sögðu frá. 10. Hvernig hlustuðu krakkarnir á frásögnina? 11. Lærði ég nokkuð? 12. Prófið. 13. Hvernig geðjast þér að því að vinna á þennan hátt? Við þessi atriði, eða önnur mjög lík, höfum við einnig bundið okkur, nokkrir kennarar í Húsavík, síðan við tókum að beita aðferðinni lítillega. Mun ég nú leyfa mér að birta hér tvö sýnishorn af þessum ritgerðum, valin af handahófi. Fyrra sýnishornið er frá Svíþjóð, en hið síðara frá Húsa- vík. Hvernig unnum við að starfssviðinu: Stokkhólmur — tré og járn. „Við byrjuðum að vinna mánudaginn 19. janúar kl. 11.50. Nokkrir drengir fóru með kennaranum niður í skólasafnið til að sækja heim- ildabækur. Kennarinn talaði við okkur dálitla stund áður en við byrj- uðum. Við gerðum líka vinnuáætlun um starfssvið okkar, Stokkhólm, tré og járn. Því næst völdum við okkur verkefni. Eg valdi „siigunar- verksmiðjur". Félagar mínir voru Sture Wallander, Göran Ohlson og Svante Olson. Það var ég, sem stakk upp á þessu verkefni. Heimilda- bækurnar, sem við notuðum, voru: „Svfþjóð" eftir Hagnell og Sved- berg, og „Iðnaður Svíþjóðar", gefin út af Iðnaðarsambandi Svíþjóðar. — Eg náði í iill aðalatriðin um verkefnið úr þessum heimildabókum. Mér fannst ekkert sérstaklega erfitt. Það var tiltölulega auðvelt að finna það nauðsynlegas'a í bókunum. Ég lijálpaði engum, af því að enginn bað mig að hjálpa sér. Það hjálpaði heldur enginn mér. Við, strákarnir í mínum flokki, undirbjuggum okkur allir. Frásögn okkar strákanna í mínum flokki var ekki í bezta lagi. Gör- an sagði bezt lrá. Mér fannst frásögn þeirra, sem höfðu verkefnið um „Skansinn", vera langbezt. Eg geri mér ekki fulla grein fyrir, hverjir jrað voru, sem sfigðu verst frá. Það var skemmlilegast að læra og skrifa um timbur og „Skansinn". — Mér finnst ég hafa lært mikið á því að vinna á þann hátt, sem við gerum í okkar bekk, og mér finnst það líka fjarska skemmtilegt." Hvernig við unnum um starfssviðið EVROPA í október 1953. „í október unnum við um Evrópu þannig, að hvert barn fékk sér- stakt land. Við drógum um verkefnin eða fengum að velja, og unnum frjáls um þau, stundum heima, en mest þó í skólanum. Við gerðum áætlun um jrað, hvernig við ætluðum að vinna, og talaði kennarinn um það við okkur. Við unnum í flokkum, tveir í hverjtim flokki. Berta

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.